Bestu þakkir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:00 Ungur erlendur ferðamaður lést í Sveinsgili við Torfajökul í vikunni. Maðurinn var í gönguferð um svæðið og rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, síðdegis á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn og aðrir sem komu að því að ná manninum upp úr ánni unnu þrekvirki við sérstaklega erfiðar aðstæður. Ótrúlegur fjöldi kom að björgunaraðgerðinni. Mannafli frá Landsbjörgu og fleiri björgunarsveitum, lögreglu, Landhelgisgæslunni, slökkviliði og fleirum. Mikill tækjabúnaður var nýttur til verksins, sem flytja þurfti um langar leiðir. Í heildina komu tæplega 300 manns að aðgerðunum, þar af um 240 sjálfboðaliðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar skipti sköpum, flutt mannskap og tæki milli staða. Löng ganga var að slysstaðnum, auk þess sem viðbragðsaðilar þurftu að klifra, ár voru vatnamiklar og þurfti sérútbúin ökutæki til að komast yfir þær og fjarskiptasamband var stopult og olli það vandræðum að geta ekki verið í góðu síma- og talstöðvasambandi. Þá voru veðurfarslegar aðstæður erfiðar, rigning, þoka og lágskýjað og kalsasamt og skyggni fyrir kafara bágborið við þröngan kost. Fólk á staðnum var afar þreytt, enda tóku aðgerðirnar langan tíma. Moka þurfti ofan í ís, hver og einn entist í um fimm klukkustundir en voru eftir það uppgefnir. Einn var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir hjartaáfall. Eftir um sólarhringsaðgerðir þurfti eðli málsins samkvæmt að kalla eftir mannskap til að leysa þá af sem staðið höfðu að björguninni. Ekki stóð á viðbrögðunum og nýtt og ferskt fólk mætti snemma morguninn eftir og nokkri tugir til viðbótar síðar um daginn til afleysingar. Þegar verið var að ganga frá tækjum og búnaði við lok aðgerðarinnar í Sveinsgili fékk Landsbjörg annað útkall inn á hálendið þar sem var meðvitundarlaus maður sem þurfti að sinna. Yfirmenn sem stjórnuðu aðgerðum hafa þakkað góðu samstarfi allra sem komu að aðgerðinni, sér í lagi óeigingirni sjálfboðaliða. „Áhugi fólks og þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum er alveg einstakir,“ sagði Sigurgeir Guðmundsson sem fór fyrir svæðisstjórn í samtali við Vísi í gær. Allir lögðust á eitt að vinna verkið vel og faglega. Þetta slys er aðeins eitt að mörgum sem björgunarsveitirnar sinna. Þau skipta þúsundum og munu halda áfram að verða. Íslendingar búa við margvíslegar ógnir og ófáir hafa týnt lífi sínu af völdum sjóslysa, snjóflóða, jarðskjálfta, eldgosa og annarra náttúruhamfara. Innan raða björgunarsveitanna má finna þúsundir meðlima sem eru ávallt til taks. Í þetta skiptið tóku hátt í 300 manns sér tíma frá vinnu, sumarfríum og fjölskyldum sínum til að leggja líf sitt og limi í hættu við björgun á ókunnugum, sem allar líkur voru á að findist ekki einu sinni á lífi eins og kom á daginn. Aðgerðir sem þessar ganga ekki eins vel og þær almennt gera hjá björgunarsveitunum okkar nema af því að þær búa yfir reynslu, samhæfni og dugnaði sem ógerlegt er að lýsa. Íslensku björgunarsveitirnar eru þjóðargersemi. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir framlag sitt til þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Ungur erlendur ferðamaður lést í Sveinsgili við Torfajökul í vikunni. Maðurinn var í gönguferð um svæðið og rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, síðdegis á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn og aðrir sem komu að því að ná manninum upp úr ánni unnu þrekvirki við sérstaklega erfiðar aðstæður. Ótrúlegur fjöldi kom að björgunaraðgerðinni. Mannafli frá Landsbjörgu og fleiri björgunarsveitum, lögreglu, Landhelgisgæslunni, slökkviliði og fleirum. Mikill tækjabúnaður var nýttur til verksins, sem flytja þurfti um langar leiðir. Í heildina komu tæplega 300 manns að aðgerðunum, þar af um 240 sjálfboðaliðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar skipti sköpum, flutt mannskap og tæki milli staða. Löng ganga var að slysstaðnum, auk þess sem viðbragðsaðilar þurftu að klifra, ár voru vatnamiklar og þurfti sérútbúin ökutæki til að komast yfir þær og fjarskiptasamband var stopult og olli það vandræðum að geta ekki verið í góðu síma- og talstöðvasambandi. Þá voru veðurfarslegar aðstæður erfiðar, rigning, þoka og lágskýjað og kalsasamt og skyggni fyrir kafara bágborið við þröngan kost. Fólk á staðnum var afar þreytt, enda tóku aðgerðirnar langan tíma. Moka þurfti ofan í ís, hver og einn entist í um fimm klukkustundir en voru eftir það uppgefnir. Einn var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir hjartaáfall. Eftir um sólarhringsaðgerðir þurfti eðli málsins samkvæmt að kalla eftir mannskap til að leysa þá af sem staðið höfðu að björguninni. Ekki stóð á viðbrögðunum og nýtt og ferskt fólk mætti snemma morguninn eftir og nokkri tugir til viðbótar síðar um daginn til afleysingar. Þegar verið var að ganga frá tækjum og búnaði við lok aðgerðarinnar í Sveinsgili fékk Landsbjörg annað útkall inn á hálendið þar sem var meðvitundarlaus maður sem þurfti að sinna. Yfirmenn sem stjórnuðu aðgerðum hafa þakkað góðu samstarfi allra sem komu að aðgerðinni, sér í lagi óeigingirni sjálfboðaliða. „Áhugi fólks og þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum er alveg einstakir,“ sagði Sigurgeir Guðmundsson sem fór fyrir svæðisstjórn í samtali við Vísi í gær. Allir lögðust á eitt að vinna verkið vel og faglega. Þetta slys er aðeins eitt að mörgum sem björgunarsveitirnar sinna. Þau skipta þúsundum og munu halda áfram að verða. Íslendingar búa við margvíslegar ógnir og ófáir hafa týnt lífi sínu af völdum sjóslysa, snjóflóða, jarðskjálfta, eldgosa og annarra náttúruhamfara. Innan raða björgunarsveitanna má finna þúsundir meðlima sem eru ávallt til taks. Í þetta skiptið tóku hátt í 300 manns sér tíma frá vinnu, sumarfríum og fjölskyldum sínum til að leggja líf sitt og limi í hættu við björgun á ókunnugum, sem allar líkur voru á að findist ekki einu sinni á lífi eins og kom á daginn. Aðgerðir sem þessar ganga ekki eins vel og þær almennt gera hjá björgunarsveitunum okkar nema af því að þær búa yfir reynslu, samhæfni og dugnaði sem ógerlegt er að lýsa. Íslensku björgunarsveitirnar eru þjóðargersemi. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir framlag sitt til þjóðfélagsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun