Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2016 13:19 Bubbi með 20 punda hæng af Knútsstaðatúni Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í Laxá í Nesi að einn og sami veiðimaðurinn landaði fjórum löxum yfir 100 sm á sama deginum. Veiðimaðurinn er enginn annar en Bubbi Mortens en hann hefur lengi haft mikið dálæti á Laxá í Nesi og unnir sér hvergi betur við veiðar en þar. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er að fyrstu þrjár vaktirnar var Bubbi laxlaus en það má heldur betur segja að það hafi lifnað vel yfir hlutunum. "Þetta byrjaði strax tíu mínútur yfir sjó þegar ég tók 100 sm hrygnu í Höfðahyl en ég var lengi að landa henni því spólan datt úr hjólinu og ég var að landa henni á línunni" sagði Bubbi Mothers í samtali við Veiðivísi. Hrygnan tók Metalica númer 10 og um klukkutíma síðar tók Bubbi 101 sm hæng á sama stað. En þetta var ekki búið. Á Knútsstaðatúninu féll 100 sm hængur fyrir Metalicu númer 10 og til að toppa daginn endanlega bætti svo Bubbi öðrum hæng við af Skerflúð en sá var 101 sm og tók Metalica númer 10. Að auki missti hann aðra þrjá sem allir voru stórlaxar en einn þeirra var þó meira en það. "Við Krauni settum í einn sem við sáum mjög vel og hann var mun stærri en þeir sem við vorum búnir að landa og við erum báðir klárir á að hann var nærri 30 pundum en 25" sagði Bubbi glaður í bragði. Viðlíka veiði hjá einum veiðimanni á stórum löxum hefur líklega ekki skeð í um aldarfjórðung í Nesi og þegar veiðibókin er skoðuð er ansi glæsilegt að sjá 30 laxa sem eru yfir 100 sm í bókinni. Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði
Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í Laxá í Nesi að einn og sami veiðimaðurinn landaði fjórum löxum yfir 100 sm á sama deginum. Veiðimaðurinn er enginn annar en Bubbi Mortens en hann hefur lengi haft mikið dálæti á Laxá í Nesi og unnir sér hvergi betur við veiðar en þar. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er að fyrstu þrjár vaktirnar var Bubbi laxlaus en það má heldur betur segja að það hafi lifnað vel yfir hlutunum. "Þetta byrjaði strax tíu mínútur yfir sjó þegar ég tók 100 sm hrygnu í Höfðahyl en ég var lengi að landa henni því spólan datt úr hjólinu og ég var að landa henni á línunni" sagði Bubbi Mothers í samtali við Veiðivísi. Hrygnan tók Metalica númer 10 og um klukkutíma síðar tók Bubbi 101 sm hæng á sama stað. En þetta var ekki búið. Á Knútsstaðatúninu féll 100 sm hængur fyrir Metalicu númer 10 og til að toppa daginn endanlega bætti svo Bubbi öðrum hæng við af Skerflúð en sá var 101 sm og tók Metalica númer 10. Að auki missti hann aðra þrjá sem allir voru stórlaxar en einn þeirra var þó meira en það. "Við Krauni settum í einn sem við sáum mjög vel og hann var mun stærri en þeir sem við vorum búnir að landa og við erum báðir klárir á að hann var nærri 30 pundum en 25" sagði Bubbi glaður í bragði. Viðlíka veiði hjá einum veiðimanni á stórum löxum hefur líklega ekki skeð í um aldarfjórðung í Nesi og þegar veiðibókin er skoðuð er ansi glæsilegt að sjá 30 laxa sem eru yfir 100 sm í bókinni.
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði