Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 12:41 Haydn Porteous byrjar vel í Skotlandi. vísir/getty Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira