Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júlí 2016 08:00 Diskóboltarnir í Boogie Trouble eru ávallt hressir og kátir. Vísir/Anton Brink Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira