Vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk á Húsavík Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2016 09:45 „Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira