Vatnaveiðin með líflegasta móti Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2016 10:15 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Júlímánuður er gjarnan sá mánuður þar sem mestur fjödi veiðimanna fer í vötnin að veiða enda eru flestir í fríi á þessum tíma. Við fáum alltaf reglulega smá fréttir úr vötnunum og það er gaman að deila því sem fólk er að gera við vötnin og þá sérstaklega þegar ungir veiðimenn eru að ná sínum fyrstu fiskum. Kristján Einarsson var til að mynda við Sléttuhlíðarvatn í vikunni með nokkra frændur á aldrinum átta til tólf ára í frekar köldu veðri. Norðangarrinn gerði þeim meira að segja heldur erfitt að koma spúnum út í vatnið en þrátt fyrir það fengu alir fisk og vel það. Í heildina fengu þeir 25 fallega urriða og eina 3 punda bleikju Hraunsfjörður kom afskaplega vel undan vetri og veiðin þar í byrjun sumars var mjög góð og bleikjan feit og væn. Það datt aðeins niður takan í júní en þegar hlýnaði í síðustu viku gátu veiðimenn átt mjög góða daga en algengt var að sumir væru að ná 10-15 bleikjum yfir daginn og allt á flugu. Besta flugurnar í vatninu hafa verið til dæmis Alma Rún, Krókurinn, Bleik og Blá og allar flugur sem að einhverju leiti líkja eftir marfló en annars er bara um að gera að prófa sig áfram. Einn veiðimaður veiddi bara ágætlega til að mynda á rauðan Frances. Veiðin í Úlfljótsvatni var lengi vel geymt leyndarmál en þegar fleiri og fleiri veiðimenn fóru að leggja leið sína í vatnið var leyndarmálið úr sögunni. Það var lengi sú mýta í gangi að það væri léleg veiði í vatninu en það er alls ekki svo í raun langt frá því. Við góðar aðstæður, logn, heitt með smá sólarglætu til dæmis, er veiðin á morgnana og kvöldin og mjög fín. Það veiðist víða í vatninu en mest er ástundunin á svæði Veiðikortsins. Það er allaf gaman að segja frá skemmtilegum veiðiferðum og ef þið viljið deila með okkur veiðiferðinni ykkar þá er netfangið kalli@365.is Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Júlímánuður er gjarnan sá mánuður þar sem mestur fjödi veiðimanna fer í vötnin að veiða enda eru flestir í fríi á þessum tíma. Við fáum alltaf reglulega smá fréttir úr vötnunum og það er gaman að deila því sem fólk er að gera við vötnin og þá sérstaklega þegar ungir veiðimenn eru að ná sínum fyrstu fiskum. Kristján Einarsson var til að mynda við Sléttuhlíðarvatn í vikunni með nokkra frændur á aldrinum átta til tólf ára í frekar köldu veðri. Norðangarrinn gerði þeim meira að segja heldur erfitt að koma spúnum út í vatnið en þrátt fyrir það fengu alir fisk og vel það. Í heildina fengu þeir 25 fallega urriða og eina 3 punda bleikju Hraunsfjörður kom afskaplega vel undan vetri og veiðin þar í byrjun sumars var mjög góð og bleikjan feit og væn. Það datt aðeins niður takan í júní en þegar hlýnaði í síðustu viku gátu veiðimenn átt mjög góða daga en algengt var að sumir væru að ná 10-15 bleikjum yfir daginn og allt á flugu. Besta flugurnar í vatninu hafa verið til dæmis Alma Rún, Krókurinn, Bleik og Blá og allar flugur sem að einhverju leiti líkja eftir marfló en annars er bara um að gera að prófa sig áfram. Einn veiðimaður veiddi bara ágætlega til að mynda á rauðan Frances. Veiðin í Úlfljótsvatni var lengi vel geymt leyndarmál en þegar fleiri og fleiri veiðimenn fóru að leggja leið sína í vatnið var leyndarmálið úr sögunni. Það var lengi sú mýta í gangi að það væri léleg veiði í vatninu en það er alls ekki svo í raun langt frá því. Við góðar aðstæður, logn, heitt með smá sólarglætu til dæmis, er veiðin á morgnana og kvöldin og mjög fín. Það veiðist víða í vatninu en mest er ástundunin á svæði Veiðikortsins. Það er allaf gaman að segja frá skemmtilegum veiðiferðum og ef þið viljið deila með okkur veiðiferðinni ykkar þá er netfangið kalli@365.is
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði