Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 13:00 Jason Day. Vísir/Getty Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld. Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti