Ólafía Þórunn: Það besta sem ég hef gert

„Þetta er bara geggjuð tilfinning og frábært," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Jón Júlíus Karlsson í útsendingu Rúv frá mótinu.
Ólafía Þórunn spilaði lokahringinn á fimm höggum undir pari og jafnaði með því vallarmetið á Jaðarsvellinum.
„Þetta var alveg ótrúlegt. Pútterinn var heitur. Pútterinn gerði klárlega útslagið í dag en síðan kom ég mér líka í færi," sagði Ólafía Þórunn.
Sjá einnig:Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori
„Ég horfði ekki á skortöfluna því ég ætlaði bara að einbeita mér að sjálfri mér og halda áfram en ekki fara í vörn. Það tókst," sagði Ólafía Þórunn sem segir þetta mót gefa sér sjálfstraust fyrir komandi mót í atvinnumennskunni.
„Ellefu undir pari er það besta sem ég hef gert. Þetta er alveg æðislegt," sagði Ólafía en hún fékk mikla samkeppni frá Valdísi Þóru á mótinu.
„Það var geðveikt að hafa svona harða samkeppni og frábært skor," sagði Ólafía Þórunn.
Tengdar fréttir

Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri.

Ólafía Þórunn og Þórður Rafn í toppbaráttunni fyrir lokahringina
Ólafía Þórunn og Þórður Rafn, kylfingar úr GR, eru bæði í toppbaráttunni fyrir lokahringna á mótum sem þau keppa á í Evrópu þessa helgina en þau eru fjórum höggum frá efstu kylfingunum.

Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli
Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun.

Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn
Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar.

Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri.

Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri.