99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2016 14:00 Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar. Mest lesið SVFR framlengir ekki samning um Laxá í Dölum Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Fluga dagsins: Góð í urriðann Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði
Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar.
Mest lesið SVFR framlengir ekki samning um Laxá í Dölum Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Fluga dagsins: Góð í urriðann Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði