Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Sjáðu mörkin þegar Blikar fóru í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 22. júlí 2016 21:45 Breiðablik er komið í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Blikar leiddu 0-2 í hálfleik með mörkum Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur og Svövu Rósar Guðmundsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir virtist svo endanlega vera búin að klára leikinn þegar hún skoraði þriðja mark Breiðablik á 66. mínútu. En Stjarnan gafst ekki upp og Anna Björk Kristjánsdóttir og Ana Victoria Cate minnkuðu muninn í 2-3 og gáfu Garðbæingum smá von. Þriðja markið kom þó aldrei og bikarmeistararnir eru því úr leik. Breiðablik mætir annað hvort Þór/KA eða ÍBV í úrslitaleiknum 12. ágúst næstkomandi.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir betri aðilinn þrátt fyrir að lenda í vandræðum í upphafi leiksins og á lokakafla hans. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn umtalsvert og fyrsta markið kom nánast upp úr engu. Það færði Blikum sjálfstraust og þeir komust svo í 0-2 þegar Svava Rós skallaði aukaspyrnu Hallberu utan af hægri kanti, niður í fjærhornið. Blikar voru svo með góð tök á leiknum framan af seinni hálfleik og Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að klára dæmið þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið. Það var fyrst þá, þegar 24 mínútur voru eftir sem Stjörnukonur fóru í gang en það var því miður fyrir þær of seint.Þessar stóðu upp úr Hallbera stóð upp úr í jöfnu Blikaliði. Hún átti vinstri kantinn, skilaði góðum fyrirgjöfum inn á teiginn og lagði svo annað markið upp. Svava Rós Guðmundsdóttir var hættuleg á hægri kantinum og skoraði annað markið og þótt Fanndís hafi oft verið meira áberandi skoraði hún þriðja mark Blika og lagði það fyrsta upp. Guðrúnu Arnardóttur gekk svo lengst af vel að verjast Hörpu Þorsteinsdóttur. Hjá Stjörnunni var Ana Victoria best. Nýi leikmaðurinn, Amanda Frisbie, byrjaði af miklum krafti en það dró mjög af henni í seinni hálfleik. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gekk illa? Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik þessara liða fyrir tveimur vikum og hún var aftur í vandræðum í kvöld. Hún missti boltann klaufalega undir sig í fyrsta markinu og þriðja markið kom líka eftir langskot. Varnarleikur Stjörnunnar klikkaði svo illilega í mörkunum en í bæði fyrsta og þriðja markinu opnaðist mikið pláss milli miðju og varnar hjá Garðbæingum. Sóknarleikur þeirra var svo ekki merkilegur lengst af. Byrjunin lofaði góðu en um leið og Blikar fundu út hvernig ætti að verjast Frisbie fór mesti broddurinn úr sóknarleik Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik og það verður því ekkert af því að liðið vinni Borgunarbikarinn þriðja árið í röð. Stjörnukonur mæta sjóðheitu liði Þórs/KA á útivelli á þriðjudaginn í næstu umferð í Pepsi-deildinni. Blikar munu væntanlega fylgjast spenntir með leik Þórs/KA og ÍBV á morgun en þá kemur í ljós hver andstæðingur Kópavogsliðsins í úrslitaleiknum verður. Næsti leikur Breiðabliks í Pepsi-deildinni er gegn KR á útivelli á þriðjudaginn.Ásgerður: Virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur „Vonandi skiptumst við bara á bikurum þetta árið, það er það eina sem við tökum úr þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, eftir 2-3 tap fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Það gerist ekki á hverjum degi sem Stjarnan fær á sig þrjú mörk í leik og Ásgerður segir að varnarleikur Garðbæinga hafi einfaldlega ekki verið nógu góður í kvöld. „Þetta eru virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur. Lið í þessum klassa á ekki að fá svona mörk á sig. Fyrsta markið kemur eftir langskot eftir að við töpuðum boltanum illa á miðjunni. Annað markið er svo einbeitingarleysi,“ sagði Ásgerður en það var fyrst eftir þriðja mark Blika sem Stjörnukonur fóru almennilega í gang. „Svo hrökkvum við allt í einu í gang 3-0 undir. Við eigum að sýna meiri karakter en það að þurfa að fá á okkur þrjú mörk til að vakna.“ Breiðablik hefur nú unnið fjóra leiki gegn Stjörnunni í röð. Ásgerður segir að þetta tak Blika á Garðbæingum sé ekki sest á sálina hjá leikmönnum. „Alls ekki. Þetta eru bara hörkuleikir. Við unnum þær fjórum sinnum í röð fyrir þennan kafla. Vonandi brjútum við þennan múr þegar við tökum þær í september. Þetta gefur okkur smá andrými og það þýðir ekkert annað en að taka þennan Íslandsmeistaratitil,“ sagði Ásgerður að lokum.Hallbera: Borgar sig að skjóta á markið Hallbera Gísladóttir átti mjög góðan leik þegar Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins með 2-3 sigri á Stjörnunni. „Það er orðið langt síðan ég fór á Laugardalsvöllinn þannig ég hlakka mikið til,“ sagði Hallbera sem lagði annað mark Blika upp. Hún segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Mér fannst það. Við urðum pínu kærulausar þegar staðan var orðin 3-0 en fram að því var þetta í okkar höndum. En við hleyptum þeim kannski full mikið inn í leikinn og þær hefðu jafnvel getað jafnað í lokin.“ Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Hallbera kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Nei, ég held ekki. Stjarnan er með hörkulið. Það var smá kæruleysi og leikmenn voru orðnir þreyttir. Á okkar besta degi hefðum við allavega komið í veg fyrir seinna markið en fyrra markið var flott hjá Önnu [Björk Kristjánsdóttur],“ sagði Hallbera. Breiðablik skoraði tvö mörk með langskotum og það þriðja kom eftir aukaspyrnu utan af kanti. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik liðanna á dögunum og Hallbera segir að það hafi verið uppálagt að reyna á hana. „Við sáum það í leiknum í deildinni að það borgar sig að skjóta á markið þótt maður sé ekki í bestu stöðunni. Þetta fór inn hjá okkur í dag þannig að ég er mjög sátt,“ sagði Hallbera að endingu. Mörkin í leiknum Hallbera Gísladóttir.Vísir/EyþórVísir/EyþórBlikakonur fagna í kvöld.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Breiðablik er komið í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Blikar leiddu 0-2 í hálfleik með mörkum Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur og Svövu Rósar Guðmundsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir virtist svo endanlega vera búin að klára leikinn þegar hún skoraði þriðja mark Breiðablik á 66. mínútu. En Stjarnan gafst ekki upp og Anna Björk Kristjánsdóttir og Ana Victoria Cate minnkuðu muninn í 2-3 og gáfu Garðbæingum smá von. Þriðja markið kom þó aldrei og bikarmeistararnir eru því úr leik. Breiðablik mætir annað hvort Þór/KA eða ÍBV í úrslitaleiknum 12. ágúst næstkomandi.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir betri aðilinn þrátt fyrir að lenda í vandræðum í upphafi leiksins og á lokakafla hans. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn umtalsvert og fyrsta markið kom nánast upp úr engu. Það færði Blikum sjálfstraust og þeir komust svo í 0-2 þegar Svava Rós skallaði aukaspyrnu Hallberu utan af hægri kanti, niður í fjærhornið. Blikar voru svo með góð tök á leiknum framan af seinni hálfleik og Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að klára dæmið þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið. Það var fyrst þá, þegar 24 mínútur voru eftir sem Stjörnukonur fóru í gang en það var því miður fyrir þær of seint.Þessar stóðu upp úr Hallbera stóð upp úr í jöfnu Blikaliði. Hún átti vinstri kantinn, skilaði góðum fyrirgjöfum inn á teiginn og lagði svo annað markið upp. Svava Rós Guðmundsdóttir var hættuleg á hægri kantinum og skoraði annað markið og þótt Fanndís hafi oft verið meira áberandi skoraði hún þriðja mark Blika og lagði það fyrsta upp. Guðrúnu Arnardóttur gekk svo lengst af vel að verjast Hörpu Þorsteinsdóttur. Hjá Stjörnunni var Ana Victoria best. Nýi leikmaðurinn, Amanda Frisbie, byrjaði af miklum krafti en það dró mjög af henni í seinni hálfleik. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gekk illa? Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik þessara liða fyrir tveimur vikum og hún var aftur í vandræðum í kvöld. Hún missti boltann klaufalega undir sig í fyrsta markinu og þriðja markið kom líka eftir langskot. Varnarleikur Stjörnunnar klikkaði svo illilega í mörkunum en í bæði fyrsta og þriðja markinu opnaðist mikið pláss milli miðju og varnar hjá Garðbæingum. Sóknarleikur þeirra var svo ekki merkilegur lengst af. Byrjunin lofaði góðu en um leið og Blikar fundu út hvernig ætti að verjast Frisbie fór mesti broddurinn úr sóknarleik Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik og það verður því ekkert af því að liðið vinni Borgunarbikarinn þriðja árið í röð. Stjörnukonur mæta sjóðheitu liði Þórs/KA á útivelli á þriðjudaginn í næstu umferð í Pepsi-deildinni. Blikar munu væntanlega fylgjast spenntir með leik Þórs/KA og ÍBV á morgun en þá kemur í ljós hver andstæðingur Kópavogsliðsins í úrslitaleiknum verður. Næsti leikur Breiðabliks í Pepsi-deildinni er gegn KR á útivelli á þriðjudaginn.Ásgerður: Virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur „Vonandi skiptumst við bara á bikurum þetta árið, það er það eina sem við tökum úr þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, eftir 2-3 tap fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Það gerist ekki á hverjum degi sem Stjarnan fær á sig þrjú mörk í leik og Ásgerður segir að varnarleikur Garðbæinga hafi einfaldlega ekki verið nógu góður í kvöld. „Þetta eru virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur. Lið í þessum klassa á ekki að fá svona mörk á sig. Fyrsta markið kemur eftir langskot eftir að við töpuðum boltanum illa á miðjunni. Annað markið er svo einbeitingarleysi,“ sagði Ásgerður en það var fyrst eftir þriðja mark Blika sem Stjörnukonur fóru almennilega í gang. „Svo hrökkvum við allt í einu í gang 3-0 undir. Við eigum að sýna meiri karakter en það að þurfa að fá á okkur þrjú mörk til að vakna.“ Breiðablik hefur nú unnið fjóra leiki gegn Stjörnunni í röð. Ásgerður segir að þetta tak Blika á Garðbæingum sé ekki sest á sálina hjá leikmönnum. „Alls ekki. Þetta eru bara hörkuleikir. Við unnum þær fjórum sinnum í röð fyrir þennan kafla. Vonandi brjútum við þennan múr þegar við tökum þær í september. Þetta gefur okkur smá andrými og það þýðir ekkert annað en að taka þennan Íslandsmeistaratitil,“ sagði Ásgerður að lokum.Hallbera: Borgar sig að skjóta á markið Hallbera Gísladóttir átti mjög góðan leik þegar Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins með 2-3 sigri á Stjörnunni. „Það er orðið langt síðan ég fór á Laugardalsvöllinn þannig ég hlakka mikið til,“ sagði Hallbera sem lagði annað mark Blika upp. Hún segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Mér fannst það. Við urðum pínu kærulausar þegar staðan var orðin 3-0 en fram að því var þetta í okkar höndum. En við hleyptum þeim kannski full mikið inn í leikinn og þær hefðu jafnvel getað jafnað í lokin.“ Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Hallbera kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Nei, ég held ekki. Stjarnan er með hörkulið. Það var smá kæruleysi og leikmenn voru orðnir þreyttir. Á okkar besta degi hefðum við allavega komið í veg fyrir seinna markið en fyrra markið var flott hjá Önnu [Björk Kristjánsdóttur],“ sagði Hallbera. Breiðablik skoraði tvö mörk með langskotum og það þriðja kom eftir aukaspyrnu utan af kanti. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik liðanna á dögunum og Hallbera segir að það hafi verið uppálagt að reyna á hana. „Við sáum það í leiknum í deildinni að það borgar sig að skjóta á markið þótt maður sé ekki í bestu stöðunni. Þetta fór inn hjá okkur í dag þannig að ég er mjög sátt,“ sagði Hallbera að endingu. Mörkin í leiknum Hallbera Gísladóttir.Vísir/EyþórVísir/EyþórBlikakonur fagna í kvöld.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn