„Við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig en hver sagði að þetta væri besta liðið á Íslandi,“ sagði Kennie Knak Chopart, leikmaður KR, eftir að hafa skorað sigurmarkið í kvöld þegar KR vann FH í Pepsi-deild karla.
Daninn gerði eina mark leiksins á 98. mínútu en bæta þurfti við átta mínútum þar sem Aron Bjarki Jósefsson, leikmaður KR, meiddist illa undir lokin.
„Við gefumst aldrei upp í neinum leik, en undanfarið hafa hlutirnir ekki verið að falla með okkur. Núna erum við samt að berjast enn meira og ég er mjög ánægður með alla strákana í kvöld.“
Kennie skoraði sigurmarkið í uppbótaríma og fögnuðu KR-ingar gríðarlega þegar markið kom.
„Ég fékk boltann frá Denis, sem setti mig í gegn og ég veit ekki alveg hvað Doumbia var að gera í vörninni hjá FH. Ég er sterkur og hættulegur í þessari stöðu og vissi að ég myndi skora.“
Liðið stekkur í 19 stig í deildinni og er útlitið allt í einu orðið töluvert betra í Vesturbænum.
