Fín veiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2016 09:30 Vötnin sunnan Tungnár eru mun minna stunduð en veiðivötn og þar eru yfirleitt fáir á ferli þrátt fyrir að þarna sé góð veiðivon. Þau vötn sem eru mest stunduð eru Ljóti Pollur og Frostastaðavatn en silung má þó finna í fleiri vötnum. Frostastaðavatn er aðgengilegast og því fara flestir veiðimenn þangað en það er þó nokkuð stórt vatn svo það er rúmt um alla. Það hefur verið fín veiði í blíðunni í sumar og þá sérstaklega á björtum og hlýjum sumarkvöldum en dæmi eru um að veiðimenn hafi tekið 20-30 bleikjur á löngu kvöldi. Mest af aflanum er 1-2 punda bleikja en þær eru alveg til þessar stóru þó þær séu tregar til að taka. Það má oft sjá þær stutt frá landi þegar líður á sumarið og það er auðvelt að fullyrða að sumar þeirra gætu verið að ná 6-7 pundum. Þetta er fínn tími í bleikjuvötnunum á hálendinu og um að gera fyrir þá sem eiga eftir að skella sér á hálendið með veiðistöngina að drífa í því því sumarið klárast fyrr en varir. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina Veiði
Vötnin sunnan Tungnár eru mun minna stunduð en veiðivötn og þar eru yfirleitt fáir á ferli þrátt fyrir að þarna sé góð veiðivon. Þau vötn sem eru mest stunduð eru Ljóti Pollur og Frostastaðavatn en silung má þó finna í fleiri vötnum. Frostastaðavatn er aðgengilegast og því fara flestir veiðimenn þangað en það er þó nokkuð stórt vatn svo það er rúmt um alla. Það hefur verið fín veiði í blíðunni í sumar og þá sérstaklega á björtum og hlýjum sumarkvöldum en dæmi eru um að veiðimenn hafi tekið 20-30 bleikjur á löngu kvöldi. Mest af aflanum er 1-2 punda bleikja en þær eru alveg til þessar stóru þó þær séu tregar til að taka. Það má oft sjá þær stutt frá landi þegar líður á sumarið og það er auðvelt að fullyrða að sumar þeirra gætu verið að ná 6-7 pundum. Þetta er fínn tími í bleikjuvötnunum á hálendinu og um að gera fyrir þá sem eiga eftir að skella sér á hálendið með veiðistöngina að drífa í því því sumarið klárast fyrr en varir.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina Veiði