Mannlífið í fyrirrúmi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 10:15 Þrándur sá snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda. „Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira