Hér fæ ég að vera skaparinn og ráða lífi og dauða Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2016 10:30 Unnur Birna Karlsdóttir, höfundur skáldsögunnar Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki sem kom út í vikunni. Visir/GVA Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki er ný skáldsaga eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Unnar Birnu en fyrri bók hennar, Það kemur alltaf nýr dagur, kom út árið 2012 og naut umtalsverðra vinsælda. Í nýrri skáldsögu Unnar Birnu segir frá dauðsfalli ungs manns af slysförum og þeim missi og þeirri sorg sem eftirlifandi eiginkona og sonur takast á við í kjölfarið. Það sem er sérstakt við söguna er sjónarhornið en sögumaður er hinn látni fjölskyldufaðir og um það segir Unnur Birna: „Að segja söguna með þessum hætti er eitthvað sem bara kom í huga mér. Þetta er einfaldlega hin hliðin á lífinu. Þessi sem við vitum ekkert um, sem betur fer kannski, en er alltaf þarna hinumegin við hornið. En aðallega er þetta nú skáldsaga um lífið, mannleg samskipti og verðmæti lífsins, mikilvægi vináttunnar og afl ástarinnar og hvernig okkar nánustu, vinir og fjölskylda móta veruleikann sem við lifum í, og okkur sjálf sem einstaklinga, hugmyndir okkar og sjálfsmynd. Þetta er líka saga um hvað lífið er dýrmætt og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fara vel með það því það getur tekið okkur aðeins eitt augnablik að missa það.Tölum lítið um dauðann En eins og kemur fram í titli skáldsögunnar þá er þetta ævintýri, ímyndaður heimur, og framsetningin er þannig að mér fannst rétt að leggja áherslu á þennan þátt, þ.e. að hér er ímyndunaraflið það eina sem við höfum við að styðjast þegar við reynum að sjá fyrir hvað tekur við eftir dauðann, ef þá eitthvað tekur yfirleitt við, sem er svo annað mál og mjög umdeilt eins og við þekkjum. En maðurinn vill samt margur hver sjá fyrir sér að það sé eins konar framhald eftir jarðlífið. Við höfum kennisetningar trúarbragðanna um líf og dauða en erum engu að síður litlu nær í rauninni og þess vegna er pæling skáldsögunnar að spyrja þeirrar spurningar hvort ímyndunaraflið sé ekki jafn réttmæt leið til að hugsa og tala um hvað við sjáum fyrir okkur varðandi dauðann og kennisetningarnar enda eins og þessi skáldsaga bendir á þá er venjulegt fólk ekkert með kennisetningar trúarinnar á hreinu og ekki endilega sammála þeim í öllu, eða þá efast í ýmsu, auk þess sem við erum svo upptekin af lífinu, og tökum því jafnvel sem svo sjálfsögðum hlut að við veltum svona hlutum lítið fyrir okkur dagsdaglega. Eðlilega, dauðanum fylgir sorg og hún særir djúpt þá sem eftir lifa. Og það sem ég hafði líka að leiðarljósi við ritun sögunnar er að reyndin er sú að við hugsum aldrei um dauðann og tölum mjög lítið um hann þannig að hugmyndir okkar eru svo óljósar og ómótaðar. Sjálf les ég alls konar bókmenntir, bæði fagurbókmenntir og ævintýri, og svo reyndar líka fræðirit þar sem ég er starfandi sem fræðimaður og allt hefur þetta eflaust áhrif á mann með einum eða öðrum hætti.“Ræturnar alltaf með okkur Unnur Birna er með doktorspróf í sagnfræði og starfar að rannsóknum á sögu hreindýra á Íslandi. Hún er búsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði og hún þvertekur nú ekki fyrir það að nálægðin við náttúruna og áhuginn á henni hafi talsverð áhrif á hana sem höfund. „Ég held að í þessari sögu sem um ræðir hafi náttúran haft mikil áhrif. Það er til að mynda ákveðin tenging persónanna við heimahagana og hvernig við tökum þá alltaf með okkur hvert sem við förum. Hvernig við tökum með okkur ræturnar og erum mótuð af landinu bæði meðvitað og ómeðvitað. Íslenskt landslag er svo mikið og magnað og með allri þeirri lífsbaráttu sem fylgir slíku landi þá er það auðvitað eitthvað sem mótar okkur alla ævi. En sagan gerist líka hérna í Reykjavík og það er borg þar sem fólk tekur með sér alls kyns svona. Við borgarbúar komum mörg hver víða að og það setur líka svip sinn á samfélagið.“Fæ að vera skaparinn Unnur Birna segir að það sé óneitanlega talsverður munur á því að fást við fræðistörfin og skáldskapinn. „Já, maður er bundinn af aðferðafræðinni í sagnfræðinni sem maður vinnur eftir en engu að síður er ég mikið að skrifa sem fræðimaður og með því venst maður að forma þá hugsun sem maður er að takast á við hverju sinni. En það er auðvitað miklu meira frelsi í skáldskapnum og þar er ég ekki bundin af heimildunum. Í skáldskapnum er ég að nota sköpunargáfuna, stýra og stjórna þeirri sögu sem ég er að skapa hverju sinni. Fæ að vera skaparinn mikli og ráða lífi og dauða sögupersónanna. Ég vildi að maður gæti tekið eitt og annað sem gerst hefur í mannkynssögunni og fengið að breyta því til betri vegar í stórum stíl. Fengið að vera með svona inngrip hér og þar. Það væri nú dásamlegt,“ segir Unnur Birna og hlær glaðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki er ný skáldsaga eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Unnar Birnu en fyrri bók hennar, Það kemur alltaf nýr dagur, kom út árið 2012 og naut umtalsverðra vinsælda. Í nýrri skáldsögu Unnar Birnu segir frá dauðsfalli ungs manns af slysförum og þeim missi og þeirri sorg sem eftirlifandi eiginkona og sonur takast á við í kjölfarið. Það sem er sérstakt við söguna er sjónarhornið en sögumaður er hinn látni fjölskyldufaðir og um það segir Unnur Birna: „Að segja söguna með þessum hætti er eitthvað sem bara kom í huga mér. Þetta er einfaldlega hin hliðin á lífinu. Þessi sem við vitum ekkert um, sem betur fer kannski, en er alltaf þarna hinumegin við hornið. En aðallega er þetta nú skáldsaga um lífið, mannleg samskipti og verðmæti lífsins, mikilvægi vináttunnar og afl ástarinnar og hvernig okkar nánustu, vinir og fjölskylda móta veruleikann sem við lifum í, og okkur sjálf sem einstaklinga, hugmyndir okkar og sjálfsmynd. Þetta er líka saga um hvað lífið er dýrmætt og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fara vel með það því það getur tekið okkur aðeins eitt augnablik að missa það.Tölum lítið um dauðann En eins og kemur fram í titli skáldsögunnar þá er þetta ævintýri, ímyndaður heimur, og framsetningin er þannig að mér fannst rétt að leggja áherslu á þennan þátt, þ.e. að hér er ímyndunaraflið það eina sem við höfum við að styðjast þegar við reynum að sjá fyrir hvað tekur við eftir dauðann, ef þá eitthvað tekur yfirleitt við, sem er svo annað mál og mjög umdeilt eins og við þekkjum. En maðurinn vill samt margur hver sjá fyrir sér að það sé eins konar framhald eftir jarðlífið. Við höfum kennisetningar trúarbragðanna um líf og dauða en erum engu að síður litlu nær í rauninni og þess vegna er pæling skáldsögunnar að spyrja þeirrar spurningar hvort ímyndunaraflið sé ekki jafn réttmæt leið til að hugsa og tala um hvað við sjáum fyrir okkur varðandi dauðann og kennisetningarnar enda eins og þessi skáldsaga bendir á þá er venjulegt fólk ekkert með kennisetningar trúarinnar á hreinu og ekki endilega sammála þeim í öllu, eða þá efast í ýmsu, auk þess sem við erum svo upptekin af lífinu, og tökum því jafnvel sem svo sjálfsögðum hlut að við veltum svona hlutum lítið fyrir okkur dagsdaglega. Eðlilega, dauðanum fylgir sorg og hún særir djúpt þá sem eftir lifa. Og það sem ég hafði líka að leiðarljósi við ritun sögunnar er að reyndin er sú að við hugsum aldrei um dauðann og tölum mjög lítið um hann þannig að hugmyndir okkar eru svo óljósar og ómótaðar. Sjálf les ég alls konar bókmenntir, bæði fagurbókmenntir og ævintýri, og svo reyndar líka fræðirit þar sem ég er starfandi sem fræðimaður og allt hefur þetta eflaust áhrif á mann með einum eða öðrum hætti.“Ræturnar alltaf með okkur Unnur Birna er með doktorspróf í sagnfræði og starfar að rannsóknum á sögu hreindýra á Íslandi. Hún er búsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði og hún þvertekur nú ekki fyrir það að nálægðin við náttúruna og áhuginn á henni hafi talsverð áhrif á hana sem höfund. „Ég held að í þessari sögu sem um ræðir hafi náttúran haft mikil áhrif. Það er til að mynda ákveðin tenging persónanna við heimahagana og hvernig við tökum þá alltaf með okkur hvert sem við förum. Hvernig við tökum með okkur ræturnar og erum mótuð af landinu bæði meðvitað og ómeðvitað. Íslenskt landslag er svo mikið og magnað og með allri þeirri lífsbaráttu sem fylgir slíku landi þá er það auðvitað eitthvað sem mótar okkur alla ævi. En sagan gerist líka hérna í Reykjavík og það er borg þar sem fólk tekur með sér alls kyns svona. Við borgarbúar komum mörg hver víða að og það setur líka svip sinn á samfélagið.“Fæ að vera skaparinn Unnur Birna segir að það sé óneitanlega talsverður munur á því að fást við fræðistörfin og skáldskapinn. „Já, maður er bundinn af aðferðafræðinni í sagnfræðinni sem maður vinnur eftir en engu að síður er ég mikið að skrifa sem fræðimaður og með því venst maður að forma þá hugsun sem maður er að takast á við hverju sinni. En það er auðvitað miklu meira frelsi í skáldskapnum og þar er ég ekki bundin af heimildunum. Í skáldskapnum er ég að nota sköpunargáfuna, stýra og stjórna þeirri sögu sem ég er að skapa hverju sinni. Fæ að vera skaparinn mikli og ráða lífi og dauða sögupersónanna. Ég vildi að maður gæti tekið eitt og annað sem gerst hefur í mannkynssögunni og fengið að breyta því til betri vegar í stórum stíl. Fengið að vera með svona inngrip hér og þar. Það væri nú dásamlegt,“ segir Unnur Birna og hlær glaðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira