Veitir sýn inn í líf og reynsluheim hinsegin fólks Magnús Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 11:30 Björn Unnar Valsson ætlar að leiða Hinsegin bókmenntagöngu á vegum Borgarbókasafnsins í kvöld. Visir/GVA Hinsegin dagar standa nú sem hæst og á meðal fjölmargra bráðskemmtilegra viðburða á hátíðinni er hinsegin bókmenntaganga á vegum Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Björn Unnar Valsson, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, ætlar að leiða gönguna sem hefst í kvöld kl. 20 en gengið verður frá Grófinni um sögulega staði í borginni. Björn Unnar segir að áætlað sé að gangan taki um 90 mínútur en það verður víða staldrað við og lesnir textar eftir bæði samkynhneigða og gagnkynhneigða rithöfunda og skáld sem veita innsýn í samfélag og líf samkynhneigðra einstaklinga. „Það er nú nokkuð fjölbreyttur hópur höfunda og skálda sem ég ætla að lesa texta eftir í göngunni og þar á meðal má nefna Elías Mar, Málfríði Einarsdóttur, Elías Knörr, Guðberg Bergsson, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Ingunn Snædal, Hallgrím Helgason og Evu Rún Snorradóttur. Okkur langaði til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu og mikilvægu hátíð og erum líka að leggja mikla áherslu á hinsegin bókakost safnsins á sama tíma þannig að það er tilvalið að koma við á safninu í vikunni og kynna sér hvað er í boði. Við höfum verið nokkrum sinnum áður með hinsegin bókmenntagöngu og þetta hefur verið að mælast vel fyrir og svo gætum við þess að vera með nýjungar í ár svo það er ekkert sem mælir á móti því fyrir þá sem hafa komið áður að mæta aftur.“Björn Unnar segir að þrátt fyrir að vera göngustjóri í hinsegin bókmenntagöngunni í ár geti hann ekki stært sig af því að hafa stúderað hinsegin bókmenntir sérstaklega. „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég er sá sem er hvað mest með þessar göngur á minni könnu eins og er. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta eins og ég frekast gat og þetta eru góðar bókmenntir sem verða þarna í för með okkur og það er lykilatriði. En ég get til að mynda ekki fullyrt um það hvort og þá hversu mikilvægur hluti af réttindabaráttunni þetta er en ég held að það hljóti að vera mikilvægur hluti af því hvernig utanaðkomandi aðilar, eins og ég sjálfur, geti fengið einhverja sýn á þessa hlið mannlífsins. Auk þess hlýtur það að vera mikilvægt fyrir þá höfunda sem eru hinsegin að geta skrifað um þann reynsluheim og þann hluta lífsins án þess að vera að fela það einhvern veginn. Það er verið að deila reynslu og lífi í bókmenntunum og það kristallast ákaflega vel hér. Ef við lítum á Elías Mar þá var hann ákveðinn brautryðjandi í þessum efnum, lykilhöfundur ef svo má segja, sá fyrsti sem kemur beint fram með sína kynhneigð. Þemað í ár er sagan en í göngunni reynum við að taka soldið úr þessum breiða hópi í þessari löngu sögu. Lesum texta höfunda allt frá Elíasi Mar og yfir í bók sem kom út fyrir aðeins nokkrum mánuðum og heitir Tappi á himninum, eftir Evu Rún Snorradóttur, og vonandi náum við að sýna fram á ákveðna þróun með þessari nálgun. Það kostar ekkert í gönguna og vonandi geta því sem flestir komið og notið þeirra merku og góðu bókmennta sem þarna koma við sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Hinsegin dagar standa nú sem hæst og á meðal fjölmargra bráðskemmtilegra viðburða á hátíðinni er hinsegin bókmenntaganga á vegum Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Björn Unnar Valsson, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, ætlar að leiða gönguna sem hefst í kvöld kl. 20 en gengið verður frá Grófinni um sögulega staði í borginni. Björn Unnar segir að áætlað sé að gangan taki um 90 mínútur en það verður víða staldrað við og lesnir textar eftir bæði samkynhneigða og gagnkynhneigða rithöfunda og skáld sem veita innsýn í samfélag og líf samkynhneigðra einstaklinga. „Það er nú nokkuð fjölbreyttur hópur höfunda og skálda sem ég ætla að lesa texta eftir í göngunni og þar á meðal má nefna Elías Mar, Málfríði Einarsdóttur, Elías Knörr, Guðberg Bergsson, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Ingunn Snædal, Hallgrím Helgason og Evu Rún Snorradóttur. Okkur langaði til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu og mikilvægu hátíð og erum líka að leggja mikla áherslu á hinsegin bókakost safnsins á sama tíma þannig að það er tilvalið að koma við á safninu í vikunni og kynna sér hvað er í boði. Við höfum verið nokkrum sinnum áður með hinsegin bókmenntagöngu og þetta hefur verið að mælast vel fyrir og svo gætum við þess að vera með nýjungar í ár svo það er ekkert sem mælir á móti því fyrir þá sem hafa komið áður að mæta aftur.“Björn Unnar segir að þrátt fyrir að vera göngustjóri í hinsegin bókmenntagöngunni í ár geti hann ekki stært sig af því að hafa stúderað hinsegin bókmenntir sérstaklega. „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég er sá sem er hvað mest með þessar göngur á minni könnu eins og er. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta eins og ég frekast gat og þetta eru góðar bókmenntir sem verða þarna í för með okkur og það er lykilatriði. En ég get til að mynda ekki fullyrt um það hvort og þá hversu mikilvægur hluti af réttindabaráttunni þetta er en ég held að það hljóti að vera mikilvægur hluti af því hvernig utanaðkomandi aðilar, eins og ég sjálfur, geti fengið einhverja sýn á þessa hlið mannlífsins. Auk þess hlýtur það að vera mikilvægt fyrir þá höfunda sem eru hinsegin að geta skrifað um þann reynsluheim og þann hluta lífsins án þess að vera að fela það einhvern veginn. Það er verið að deila reynslu og lífi í bókmenntunum og það kristallast ákaflega vel hér. Ef við lítum á Elías Mar þá var hann ákveðinn brautryðjandi í þessum efnum, lykilhöfundur ef svo má segja, sá fyrsti sem kemur beint fram með sína kynhneigð. Þemað í ár er sagan en í göngunni reynum við að taka soldið úr þessum breiða hópi í þessari löngu sögu. Lesum texta höfunda allt frá Elíasi Mar og yfir í bók sem kom út fyrir aðeins nokkrum mánuðum og heitir Tappi á himninum, eftir Evu Rún Snorradóttur, og vonandi náum við að sýna fram á ákveðna þróun með þessari nálgun. Það kostar ekkert í gönguna og vonandi geta því sem flestir komið og notið þeirra merku og góðu bókmennta sem þarna koma við sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira