Með honum eru úrvalssöngvararnir Páll Rósinkrans og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir. Vilhjálmur Guðjónsson og Gunnar Þórðarson útsetja lögin sem fjalla um kærleikann og vonina, ástina á landinu og það góða í manninum.
Oft heyrist viðkvæðið „allt er fertugum fært“, Ólafur tekur þetta lengra og sýnir hér að „When I´m Sixty-Four“ þá er einnig ýmislegt fært eins og segir í tilkynningu vegna útgáfu plötunnar sem komin er í verslanir. Titillag plötunnar, Ég elska lífið, er komið í spilun í útvarpi en myndband við lagið má sjá hér að neðan. Zonet hljómplötuútgáfa sér um dreifingu.