Ég þekki hvert strá á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2016 06:00 Umhyggja fékk eina milljón króna í ár. mynd/haukur óskarsson Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum. Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum.
Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02