Tónlistin er lífið 20. ágúst 2016 10:00 ,,Í rauninni er ég mjög athyglissjúk manneskja. Ég elska að vera á sviði og ef giggið er gott langar mig helst ekki að fara af því," segir söngvarinn Steinar. MYND/MAGNÚS ANDERSEN Tónlistarmaðurinn Steinar er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á stórtónleikunum Garðpartís Bylgjunnar og Stöðvar 2 í kvöld í Hljómskálagarðinum. Steinar skaust hratt upp á stjörnuhimininn sumarið 2013, þá aðeins 18 ára gamall, með fyrstu plötu sinni, Beginning, en hún innhélt m.a. lagið Up sem var eitt mest spilaða íslenska lag ársins á mörgum útvarpsstöðvum landsins. Undir lok árs er loks von á annarri plötu Steinars en hann hefur þó gefið út þrjú lög af henni fyrr á árinu, öll við góðar undirtektir landsmanna auk þess að fá athygli utan landsteinanna. „Ég gaf út fyrsta lagið í janúar, sem heitir Say You Love, og er það stærsta lag mitt hingað til. Lagið er grípandi og góð lagasmíð þannig að ég átti von á ágætum viðtökum. Þær hafa þó farið fram úr öllum vonum og er lagið nú að detta í 460.000 spilanir á Spotify.“ Horfa má á myndband lagsins Say You Love hér. Lagið fékk m.a. mjög góðar viðtökur í Noregi og Svíþjóð. „Mér finnst það vera mjög spennandi fréttir og hef hug á að kanna þessi landsvæði enn frekar í náinni framtíð enda hefur það alltaf verið á dagskránni að spila erlendis.“ Auk þess hefur hann gefið út lögin All the Same og Young fyrr á árinu en þau hafa bæði fengið góða spilun.Steinar sló rækilega í gegn árið 2013 með laginu Up. Ný plata er væntanleg undir lok árs.MYND/MAGNÚS ANDERSENElskar sviðið Steinar var nýorðinn sextán ára þegar hann hóf vinnu við fyrstu plötu sína og var það ferli langt, lærdómsríkt og stundum erfitt. „Ég samdi öll lögin sjálfur en vann plötuna með Kristni Snæ Agnarssyni og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Við hittumst til skiptis eftir skóla og vinnustundirnar voru oft langar og erfiðar. Einu atviki man ég sérstaklega eftir sem endaði með því að ég þurfti að halda aftur af tárunum þangað til ég kom heim og grenjaði þá úr mér augun. Tónlist getur nefnilega verið svo mikið hitamál þegar maður þarf að vinna hana með öðrum. Þarna var ég ungur og óharðnaður en í dag væri erfitt að græta mig.“ Um það leyti sem fyrsta platan kom út var Steinar nýbyrjaður í Verzlunarskólanum. „Ég þekkti engan þar og fáir töluðu við mig þangað til ég gaf út lagið Up. Enda held ég að flestir í bekknum mínum hafi heyrt mig syngja áður en þau heyrðu mig tala.“ Hann segist eiga bæði góðar og slæmar minningar frá þessum tíma enda breyttist líf hans mikið á skömmum tíma. „Í Verzló var ég fámáll og feiminn sem er eins ólíkt mér og hugsast getur. Það vita þeir sem þekkja mig best. Í rauninni er ég mjög athyglissjúk manneskja. Ég elska að vera á sviði og ef giggið er gott langar mig helst ekki að fara af því. Hins vegar hef ég líka þurft að berjast lengi við alls konar kvíða og hann magnaðist þegar ég varð aðeins þekktari.“ Athyglin sem hann fékk á þessum tíma var yfirleitt jákvæð að hans sögn en af og til komu einhverjar neikvæðar athugasemdir. „Ég hélt alltaf að þær myndu aldrei hafa nein áhrif á mig en þær gerðu það nú samt, sérstaklega þegar fólk segir ósatt. Ég get orðið mjög reiður og þarf stundum að róa mig niður áður en ég fer að svara fólki á netinu. Þó reyni ég að láta svona nettröll eiga sig.“Leggur mikið í tónleika Nýja platan kemur út í október eða nóvember þótt ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Vinnuheiti hennar er Suburban Silence en það tengist því að búa í Grafarvoginum þar sem ég ólst upp. Ég elska úthverfis-„væbið“ enda Grafarvogurinn hálfgerð sveit inni í borg. Suburban Silence táknar friðinn sem maður fær fyrir utan miðborgina.“ Næstu stóru tónleikar Steinars verða í Hofi á Akureyri þann 26. ágúst og verður frítt inn. „Á þessu ári hef ég spilað mikið með hljómsveitinni en annars hef ég mest verið að semja nýja tónlist. Tónlistin er lífið og það kemst voða lítið annað að hjá mér.“ Steinar er á Facebook, Twitter og Instagram. Hlusta má á tónlist hans á Spotify. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Steinar er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á stórtónleikunum Garðpartís Bylgjunnar og Stöðvar 2 í kvöld í Hljómskálagarðinum. Steinar skaust hratt upp á stjörnuhimininn sumarið 2013, þá aðeins 18 ára gamall, með fyrstu plötu sinni, Beginning, en hún innhélt m.a. lagið Up sem var eitt mest spilaða íslenska lag ársins á mörgum útvarpsstöðvum landsins. Undir lok árs er loks von á annarri plötu Steinars en hann hefur þó gefið út þrjú lög af henni fyrr á árinu, öll við góðar undirtektir landsmanna auk þess að fá athygli utan landsteinanna. „Ég gaf út fyrsta lagið í janúar, sem heitir Say You Love, og er það stærsta lag mitt hingað til. Lagið er grípandi og góð lagasmíð þannig að ég átti von á ágætum viðtökum. Þær hafa þó farið fram úr öllum vonum og er lagið nú að detta í 460.000 spilanir á Spotify.“ Horfa má á myndband lagsins Say You Love hér. Lagið fékk m.a. mjög góðar viðtökur í Noregi og Svíþjóð. „Mér finnst það vera mjög spennandi fréttir og hef hug á að kanna þessi landsvæði enn frekar í náinni framtíð enda hefur það alltaf verið á dagskránni að spila erlendis.“ Auk þess hefur hann gefið út lögin All the Same og Young fyrr á árinu en þau hafa bæði fengið góða spilun.Steinar sló rækilega í gegn árið 2013 með laginu Up. Ný plata er væntanleg undir lok árs.MYND/MAGNÚS ANDERSENElskar sviðið Steinar var nýorðinn sextán ára þegar hann hóf vinnu við fyrstu plötu sína og var það ferli langt, lærdómsríkt og stundum erfitt. „Ég samdi öll lögin sjálfur en vann plötuna með Kristni Snæ Agnarssyni og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Við hittumst til skiptis eftir skóla og vinnustundirnar voru oft langar og erfiðar. Einu atviki man ég sérstaklega eftir sem endaði með því að ég þurfti að halda aftur af tárunum þangað til ég kom heim og grenjaði þá úr mér augun. Tónlist getur nefnilega verið svo mikið hitamál þegar maður þarf að vinna hana með öðrum. Þarna var ég ungur og óharðnaður en í dag væri erfitt að græta mig.“ Um það leyti sem fyrsta platan kom út var Steinar nýbyrjaður í Verzlunarskólanum. „Ég þekkti engan þar og fáir töluðu við mig þangað til ég gaf út lagið Up. Enda held ég að flestir í bekknum mínum hafi heyrt mig syngja áður en þau heyrðu mig tala.“ Hann segist eiga bæði góðar og slæmar minningar frá þessum tíma enda breyttist líf hans mikið á skömmum tíma. „Í Verzló var ég fámáll og feiminn sem er eins ólíkt mér og hugsast getur. Það vita þeir sem þekkja mig best. Í rauninni er ég mjög athyglissjúk manneskja. Ég elska að vera á sviði og ef giggið er gott langar mig helst ekki að fara af því. Hins vegar hef ég líka þurft að berjast lengi við alls konar kvíða og hann magnaðist þegar ég varð aðeins þekktari.“ Athyglin sem hann fékk á þessum tíma var yfirleitt jákvæð að hans sögn en af og til komu einhverjar neikvæðar athugasemdir. „Ég hélt alltaf að þær myndu aldrei hafa nein áhrif á mig en þær gerðu það nú samt, sérstaklega þegar fólk segir ósatt. Ég get orðið mjög reiður og þarf stundum að róa mig niður áður en ég fer að svara fólki á netinu. Þó reyni ég að láta svona nettröll eiga sig.“Leggur mikið í tónleika Nýja platan kemur út í október eða nóvember þótt ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Vinnuheiti hennar er Suburban Silence en það tengist því að búa í Grafarvoginum þar sem ég ólst upp. Ég elska úthverfis-„væbið“ enda Grafarvogurinn hálfgerð sveit inni í borg. Suburban Silence táknar friðinn sem maður fær fyrir utan miðborgina.“ Næstu stóru tónleikar Steinars verða í Hofi á Akureyri þann 26. ágúst og verður frítt inn. „Á þessu ári hef ég spilað mikið með hljómsveitinni en annars hef ég mest verið að semja nýja tónlist. Tónlistin er lífið og það kemst voða lítið annað að hjá mér.“ Steinar er á Facebook, Twitter og Instagram. Hlusta má á tónlist hans á Spotify.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira