Stelpur rokka! í Vestur-Afríku Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 14:06 Lokatónleikar tógóísku rokksumarbúðanna eru í kvöld. Sól í Tógó „Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo. Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo.
Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30