Svala og Einar eru nú Blissful Guðrún Ansnes skrifar 18. ágúst 2016 10:45 „Við Einar erum búin að vera að vinna að Blissful síðastliðið ár hér í LA. Við erum búin að gefa okkur góðan tíma til að semja tónlistina og núna eftir að hafa eytt mánuðum saman í hljóðverum við að taka upp erum við loksins að gefa út okkar fyrsta lag, „Elevate“, ásamt myndbandi á morgun. Við erum mjög spennt að sleppa þessu loksins út í heim,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem fyrir margt löngu stimplaði sig inn sem ein af okkar ástsælustu söngkonum, enda verið viðloðandi sviðsljósið frá barnæsku. Hún hefur stofnað bandið Blissful í slagtogi við Einar Egilsson, eiginmann sinn. Undanfarin ár hafa þau Svala og Einar gert það gott með Steed Lord sem nú hefur lagt upp laupana, að sinni að minnsta kosti. „Steed Lord er allavega komið í mjög langa pásu. Við tímum ekki alveg að segja skilið við Steed Lord formlega því það hefur verið svo stór partur af okkur síðastliðin tíu ár og við vitum ekki alveg með framhaldið. En við erum algjörlega að einbeita okkur að Blissful núna. Hver veit, kannski munum við koma aftur öll saman og gera nýtt efni en allavega ekki í náinni framtíð. Öll okkar sköpunargleði og orka fer í Blissful,“ útskýrir hún einlæg. Aðspurð um hvort Blissful dragi dám af Steed Lord, í ljósi þeirrar staðreyndar að nýja bandið er samsett úr tveimur þriðju þess síðarnefnda, svarar hún: „Við ýttum alveg á restart-takkann. Við fórum að semja saman lög sem urðu síðan bara allt öðruvísi en Steed Lord án þess að við værum að pæla eitthvað mikið í því. Okkur Einar var búið að langa hvort eð er til að byrja nýtt verkefni í nokkur ár og fannst þetta vera fullkomið tækifæri. Blissful er mun persónulegra verkefni fyrir mig og við erum búin að vinna svo lengi að þessu að þetta er orðinn hálfgerður partur af okkur. Við erum nánast feimin við að gefa þetta út,“ segir Svala og bætir við: „Fólk verður bara að hlusta og meta það fyrir sjálft sig því okkur finnst alltaf frekar erfitt að útskýra tónlist. Þetta er fyrst og fremst einlægt samstarf okkar Einars og við vonum að fólk diggi þetta.“En nafnið? Hvaðan kemur Blissful? „Það á rætur að rekja í tilfinningu sem við höfum bæði upplifað, saman og sitt í hvoru lagi. Hrein hamingja eða alsæla er tilfinningin sem allir eiga að geta upplifað án þess að taka inn einhver efni. Þetta býr allt innra með okkur, við fæðumst svona. Þetta er bara spurning um að kalla fram þessa tilfinningu,“ útskýrir hún og segir að tónlist sé gráupplögð leið til að laða það ástand fram. Og nú er komið að því að frumraunin skjótist út í kosmósið. „Við erum að vinna með góðu fólki hérna úti í Los Angeles sem hjálpar okkur að koma tónlistinni á framfæri. Við hlökkum svo til að spila efnið live þegar fleiri lög koma út, en við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og erum virkilega tilbúin í að takast á við þennan nýja kafla. En næst á dagskrá er að ég fer til Íslands í næstu viku til að taka upp The Voice, þáttaröð númer tvö, og þá munum við kynna Blissful og nýja lagið okkar fyrir Íslendingum,“ segir hún spennt að lokum. Hægt er að fylgjast með Blissful á Facebook og á Instagram. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við Einar erum búin að vera að vinna að Blissful síðastliðið ár hér í LA. Við erum búin að gefa okkur góðan tíma til að semja tónlistina og núna eftir að hafa eytt mánuðum saman í hljóðverum við að taka upp erum við loksins að gefa út okkar fyrsta lag, „Elevate“, ásamt myndbandi á morgun. Við erum mjög spennt að sleppa þessu loksins út í heim,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem fyrir margt löngu stimplaði sig inn sem ein af okkar ástsælustu söngkonum, enda verið viðloðandi sviðsljósið frá barnæsku. Hún hefur stofnað bandið Blissful í slagtogi við Einar Egilsson, eiginmann sinn. Undanfarin ár hafa þau Svala og Einar gert það gott með Steed Lord sem nú hefur lagt upp laupana, að sinni að minnsta kosti. „Steed Lord er allavega komið í mjög langa pásu. Við tímum ekki alveg að segja skilið við Steed Lord formlega því það hefur verið svo stór partur af okkur síðastliðin tíu ár og við vitum ekki alveg með framhaldið. En við erum algjörlega að einbeita okkur að Blissful núna. Hver veit, kannski munum við koma aftur öll saman og gera nýtt efni en allavega ekki í náinni framtíð. Öll okkar sköpunargleði og orka fer í Blissful,“ útskýrir hún einlæg. Aðspurð um hvort Blissful dragi dám af Steed Lord, í ljósi þeirrar staðreyndar að nýja bandið er samsett úr tveimur þriðju þess síðarnefnda, svarar hún: „Við ýttum alveg á restart-takkann. Við fórum að semja saman lög sem urðu síðan bara allt öðruvísi en Steed Lord án þess að við værum að pæla eitthvað mikið í því. Okkur Einar var búið að langa hvort eð er til að byrja nýtt verkefni í nokkur ár og fannst þetta vera fullkomið tækifæri. Blissful er mun persónulegra verkefni fyrir mig og við erum búin að vinna svo lengi að þessu að þetta er orðinn hálfgerður partur af okkur. Við erum nánast feimin við að gefa þetta út,“ segir Svala og bætir við: „Fólk verður bara að hlusta og meta það fyrir sjálft sig því okkur finnst alltaf frekar erfitt að útskýra tónlist. Þetta er fyrst og fremst einlægt samstarf okkar Einars og við vonum að fólk diggi þetta.“En nafnið? Hvaðan kemur Blissful? „Það á rætur að rekja í tilfinningu sem við höfum bæði upplifað, saman og sitt í hvoru lagi. Hrein hamingja eða alsæla er tilfinningin sem allir eiga að geta upplifað án þess að taka inn einhver efni. Þetta býr allt innra með okkur, við fæðumst svona. Þetta er bara spurning um að kalla fram þessa tilfinningu,“ útskýrir hún og segir að tónlist sé gráupplögð leið til að laða það ástand fram. Og nú er komið að því að frumraunin skjótist út í kosmósið. „Við erum að vinna með góðu fólki hérna úti í Los Angeles sem hjálpar okkur að koma tónlistinni á framfæri. Við hlökkum svo til að spila efnið live þegar fleiri lög koma út, en við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og erum virkilega tilbúin í að takast á við þennan nýja kafla. En næst á dagskrá er að ég fer til Íslands í næstu viku til að taka upp The Voice, þáttaröð númer tvö, og þá munum við kynna Blissful og nýja lagið okkar fyrir Íslendingum,“ segir hún spennt að lokum. Hægt er að fylgjast með Blissful á Facebook og á Instagram.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp