Náðu að sannfæra breska reggíunnendur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 09:30 Hljómsveitin AmabAdamA lagði land undir fót nýverið og kom fram á tónlistarhátíðinni Boomtown Fair sem fer fram í grennd við Winchester í Bretlandi. Auk þess að koma fram á hátíðinni kom sveitin fram á tónleikum í Bristol. „Þetta festival er tryllt og mikið lagt í alla hönnun og uppsetningu. Ég hef aldrei séð önnur eins svið,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar. „Hátíðin er haldin á risastóru landsvæði, eiginlega bóndabæ, og það er skógur og akrar sem skilja svæðin að. Þannig að maður er kannski að labba inni í miðjum skógi og þar er eitthvert sound-system að spila eða rave-partí í gangi með öllu tilheyrandi.“ Steinunn segir tónleikana hafa gengið vonum framar, bæði á hátíðinni sem og í Bristol. Og þótt það séu kannski ekki allir sem þekkja íslenskt reggí vel og öll tónlist hljómsveitarinnar sé flutt á íslensku þá virðist það ekki hafa komið að sök. Í Bristol spiluðu þau á tónleikastað og voru eina sveitin sem kom fram það kvöld. „Það kom fullt af fólki og það virtist ekki skipta máli þótt við værum að syngja á íslensku, það voru allir með okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram: „Fólk var alveg skeptískt áður en við byrjuðum og eitthvað að velta því fyrir sér hvað íslenskt reggí væri eiginlega og setti upp einhvern svip en svo held ég að við höfum náð að sannfæra það.“ Landsmenn þekkja langflestir lög á borð við Hossa hossa en líkt og gefur að skilja þekktu Englendingar og hátíðargestir hvorki lag né texta og segir Steinunn það hafa verið skemmtilega tilbreytingu að öllum lögunum hafi verið tekið á sama hátt þótt hennar þyki auðvitað alltaf jafn gaman þegar fólk tekur undir í þekktari lögunum. „Það var gaman að prófa þetta. Reggísenan á Íslandi er náttúrulega frekar lítil og við erum búin að vera heppin með að það eru alveg frekar margir sem hlusta á okkur þótt þeir séu kannski ekki að hlusta mikið á annað reggí.“ Annars er nóg um að vera hjá Steinunni þessa dagana því auk þess að vera meðlimur í AmabAdamA er hún einnig í Reykjavíkurdætrum sem efna til útgáfutónleika næstkomandi þriðjudag. Hún segir að öllu sem til er verði tjaldað á tónleikunum þótt þeir séu á helst til óhefðbundnum tónleikadegi. „Þeir eru á þriðjudegi af því að þá komust allar Reykjavíkurdæturnar og það gerist mjög sjaldan,“ segir hún og bætir við að einhverjar mannabreytingar séu að eiga sér stað innan hópsins og því sé um einstakt tækifæri að ræða til að berja allar dæturnar augum. Miða á tónleikana má nálgast á vefsíðunni Enter.is en miðaverð í forsölu er 2.000 krónur og miðaverð við hurð er 2.900 krónur. AmabAdamA stígur næst á svið í Gamla bíói á Menningarnótt strax eftir flugeldasýninguna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA lagði land undir fót nýverið og kom fram á tónlistarhátíðinni Boomtown Fair sem fer fram í grennd við Winchester í Bretlandi. Auk þess að koma fram á hátíðinni kom sveitin fram á tónleikum í Bristol. „Þetta festival er tryllt og mikið lagt í alla hönnun og uppsetningu. Ég hef aldrei séð önnur eins svið,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar. „Hátíðin er haldin á risastóru landsvæði, eiginlega bóndabæ, og það er skógur og akrar sem skilja svæðin að. Þannig að maður er kannski að labba inni í miðjum skógi og þar er eitthvert sound-system að spila eða rave-partí í gangi með öllu tilheyrandi.“ Steinunn segir tónleikana hafa gengið vonum framar, bæði á hátíðinni sem og í Bristol. Og þótt það séu kannski ekki allir sem þekkja íslenskt reggí vel og öll tónlist hljómsveitarinnar sé flutt á íslensku þá virðist það ekki hafa komið að sök. Í Bristol spiluðu þau á tónleikastað og voru eina sveitin sem kom fram það kvöld. „Það kom fullt af fólki og það virtist ekki skipta máli þótt við værum að syngja á íslensku, það voru allir með okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram: „Fólk var alveg skeptískt áður en við byrjuðum og eitthvað að velta því fyrir sér hvað íslenskt reggí væri eiginlega og setti upp einhvern svip en svo held ég að við höfum náð að sannfæra það.“ Landsmenn þekkja langflestir lög á borð við Hossa hossa en líkt og gefur að skilja þekktu Englendingar og hátíðargestir hvorki lag né texta og segir Steinunn það hafa verið skemmtilega tilbreytingu að öllum lögunum hafi verið tekið á sama hátt þótt hennar þyki auðvitað alltaf jafn gaman þegar fólk tekur undir í þekktari lögunum. „Það var gaman að prófa þetta. Reggísenan á Íslandi er náttúrulega frekar lítil og við erum búin að vera heppin með að það eru alveg frekar margir sem hlusta á okkur þótt þeir séu kannski ekki að hlusta mikið á annað reggí.“ Annars er nóg um að vera hjá Steinunni þessa dagana því auk þess að vera meðlimur í AmabAdamA er hún einnig í Reykjavíkurdætrum sem efna til útgáfutónleika næstkomandi þriðjudag. Hún segir að öllu sem til er verði tjaldað á tónleikunum þótt þeir séu á helst til óhefðbundnum tónleikadegi. „Þeir eru á þriðjudegi af því að þá komust allar Reykjavíkurdæturnar og það gerist mjög sjaldan,“ segir hún og bætir við að einhverjar mannabreytingar séu að eiga sér stað innan hópsins og því sé um einstakt tækifæri að ræða til að berja allar dæturnar augum. Miða á tónleikana má nálgast á vefsíðunni Enter.is en miðaverð í forsölu er 2.000 krónur og miðaverð við hurð er 2.900 krónur. AmabAdamA stígur næst á svið í Gamla bíói á Menningarnótt strax eftir flugeldasýninguna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira