Haukadalsá komin yfir 700 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2016 13:42 Veiðin í Haukadalsá hefur verið afar góð í sumar og þrátt fyrir að ágúst sé hálfnaður er ennþá að ganga lax í ánna. Það kom mörgum skemmtilega á óvart sem áttu leyfi fyrri part sumars í Haukadalsá að sjá hvað það var mikið af laxi gengið í ánna og ekki skemmdi það fyrir að takan hefur verið með afbrigðum góð í allt sumar. Staðan er þannig að áin er þegar komin yfir 700 laxa og ekkert lát virðist vera á veiðinni í ánni. Innan um góðar smálaxagöngur hafa nokkrir stórlaxar látið sjá sig og þar á meðal einn 97 sm sem tók hjá veiðimanni í morgun. Það hefur vaxið mikið vatnið í Haukadalsá í rigningum síðustu daga og hefur það hleypt miklu lífi í ánna og takan er ekkert síðri núna en hún var þegar fyrstu stóru göngurnar mættu. Það hefur heilt yfir kviknað aðeins yfir veiðinni í ánum á vesturlandi en þó ekki öllum og er það mjög sérstakt í ljósi þess að loksins ringdi eftir átta til níu vikna þurrkatíð. En líklega liggur tökuleysið líka í að þrátt fyrir að árnar hafi hækkað aðeins þarf bara aðeins meira til og haldi áfram að rigna verða örugglega fleiri veiðimenn í góðum málum á næstunni eins og þeir sem eiga daga í Haukunni. Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði
Veiðin í Haukadalsá hefur verið afar góð í sumar og þrátt fyrir að ágúst sé hálfnaður er ennþá að ganga lax í ánna. Það kom mörgum skemmtilega á óvart sem áttu leyfi fyrri part sumars í Haukadalsá að sjá hvað það var mikið af laxi gengið í ánna og ekki skemmdi það fyrir að takan hefur verið með afbrigðum góð í allt sumar. Staðan er þannig að áin er þegar komin yfir 700 laxa og ekkert lát virðist vera á veiðinni í ánni. Innan um góðar smálaxagöngur hafa nokkrir stórlaxar látið sjá sig og þar á meðal einn 97 sm sem tók hjá veiðimanni í morgun. Það hefur vaxið mikið vatnið í Haukadalsá í rigningum síðustu daga og hefur það hleypt miklu lífi í ánna og takan er ekkert síðri núna en hún var þegar fyrstu stóru göngurnar mættu. Það hefur heilt yfir kviknað aðeins yfir veiðinni í ánum á vesturlandi en þó ekki öllum og er það mjög sérstakt í ljósi þess að loksins ringdi eftir átta til níu vikna þurrkatíð. En líklega liggur tökuleysið líka í að þrátt fyrir að árnar hafi hækkað aðeins þarf bara aðeins meira til og haldi áfram að rigna verða örugglega fleiri veiðimenn í góðum málum á næstunni eins og þeir sem eiga daga í Haukunni.
Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði