Slóvenía vann öruggan sigur, 25-20, á Póllandi í lokaumferð riðlakeppni handboltans á Ólympíuleikunum.
Slóvenía sterkara liðið allan leikinn og sigurinn sanngjarn.
Miha Zarabec var markahæstur í liði Slóvena með sjö mörk. Vid Kavticnik skoraði fjögur. Karol Bielecki atkvæðamestur í liði Póllands með fjögur mörk.
Þessi sigur skýtur Slóvenum í toppsæti B-riðils og það er því mikið undir í leik Þýskalands og Egyptalands á eftir.
Þjóðverjar fara aftur á topp riðilsins og vinna hann með sigri á Egyptum. Þá skjóta þeir líka Pólverjum áfram í átta liða úrslit.
Vinni Egyptaland þá komast þeir í átta liða úrslit, Pólland situr eftir með sárt ennið og Þýskaland endar í öðru sæti riðilsins.
