Ástralski kylfingurinn Robert Allenby var handtekinn um nýliðna helgi fyrir utan spilavíti í Bandaríkjunum þar sem hann var með læti og almenn leiðindi.
Þó svo lögreglan hafi staðfest handtöku Allenby þá neitar hann því sjálfur að hafa verið handtekinn. Allt eðlilegt við það.
Lögreglan segir að Allenby hafi ekki bara verið með ölvunarlæti á almannafæri heldur hafi hann einnig ruðst inn á einkalóð.
Allenby er skrautlegur karakter og síðasta ár hjá honum var ansi skrautlegt. Hann hélt því meðal annars fram að honum hefði verið rænt á Hawaii og síðan laminn. Á endanum kom í ljós að hann hefði dottið hrikalega í það og síðan verið laminn.
Hann gerði sér líka lítið fyrir og rak kylfusveininn sinn í miðju móti er hann sló bolta út í vatn. Áhorfandi tók svo við kylfunum hans síðustu holurnar.
Allenby handtekinn fyrir ölvunarlæti
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn

Brentford hafnaði tilboði Manchester United
Enski boltinn

