Toppslagur í Grafarvoginum | Stórleikur í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Úr fyrri leik FH og Fjölnis sem Fimleikafélagið vann 2-0. vísir/anton Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki