Jeffs: Högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:10 Ian Jeffs þjálfar kvennalið ÍBV og leikur með karlaliðinu. vísir/anton Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48
Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55