Harmleikur Gunnlaugs ormstungu Óttar Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness hefst á þessum orðum: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn." Halldór gengur út frá þeirri gömlu kenningu að fólk lifi af alvarleg áföll og geti jafnvel snúið þeim sér til blessunar. Hætt er við að Nóbelsskáldið hefði ekki komist upp með þessa strákslegu fullyrðingu á okkar tímum. Sérfræðingar um barnauppeldi og æskuáföll hefðu risið upp til andmæla og sagt Halldór bæði illa innrættan og sennilega elliæran. Í Gunnlaugssögu ormstungu er sagt frá för söguhetjunnar á fund Eiríks Hlaðajarls. Hann var með ljótt fótasár en gekk þó óhaltur. Jarlinn undraðist en Gunnlaugur svaraði eins og hetju sæmir: „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.“ Nútímamenn láta sér þó fátt um finnast og gera gys að kappanum. Allir vita að best er að ganga draghaltur þar til búið er ganga frá endanlegum bótum fyrir áverkann. Enginn skyldi bera harm sinn í hljóði heldur koma honum á framfæri. Gunnlaugur hefði að sjálfsögðu átt að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri meðferð sem hann fékk ekki og kvarta undan læknamistökum. Hann hefði fengið þá áfallahjálp og samúð sem hann átti skilið. Boðskapur Íslendingasagna er löngu úreltur og kominn tími til að banna þessar bækur í skólum landsins. Þær boða ofbeldi og hetjuhugsjón sem mögulega getur spillt æskulýð landsins. Það væri skelfilegt ef ungir menn reyndu að bera sig vel og ganga óhaltir eins og Gunnlaugur ormstunga og yrðu fyrir vikið af sanngjörnum bótum, áfallahjálp og afhjúpandi blaðaviðtölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness hefst á þessum orðum: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn." Halldór gengur út frá þeirri gömlu kenningu að fólk lifi af alvarleg áföll og geti jafnvel snúið þeim sér til blessunar. Hætt er við að Nóbelsskáldið hefði ekki komist upp með þessa strákslegu fullyrðingu á okkar tímum. Sérfræðingar um barnauppeldi og æskuáföll hefðu risið upp til andmæla og sagt Halldór bæði illa innrættan og sennilega elliæran. Í Gunnlaugssögu ormstungu er sagt frá för söguhetjunnar á fund Eiríks Hlaðajarls. Hann var með ljótt fótasár en gekk þó óhaltur. Jarlinn undraðist en Gunnlaugur svaraði eins og hetju sæmir: „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.“ Nútímamenn láta sér þó fátt um finnast og gera gys að kappanum. Allir vita að best er að ganga draghaltur þar til búið er ganga frá endanlegum bótum fyrir áverkann. Enginn skyldi bera harm sinn í hljóði heldur koma honum á framfæri. Gunnlaugur hefði að sjálfsögðu átt að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri meðferð sem hann fékk ekki og kvarta undan læknamistökum. Hann hefði fengið þá áfallahjálp og samúð sem hann átti skilið. Boðskapur Íslendingasagna er löngu úreltur og kominn tími til að banna þessar bækur í skólum landsins. Þær boða ofbeldi og hetjuhugsjón sem mögulega getur spillt æskulýð landsins. Það væri skelfilegt ef ungir menn reyndu að bera sig vel og ganga óhaltir eins og Gunnlaugur ormstunga og yrðu fyrir vikið af sanngjörnum bótum, áfallahjálp og afhjúpandi blaðaviðtölum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun