Svíar enn stigalausir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2016 09:20 Johan Jakobsen lendir í hrömmunum á varnarmönnum Slóveníu. vísir/getty Svíar eru í vondum málum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fimm marka tap, 29-24, fyrir Slóveníu í gær. Svíar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Ríó en silfurliðið frá síðustu Ólympíuleikum er í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvo leikina í B-riðli. Slóvenum gengur hins vegar allt í haginn en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í gær var jafn en Slóvenía leiddi með einu marki, 14-13, að honum loknum. Í seinni hálfleik tóku Slóvenar svo völdin, breyttu stöðunni úr 18-16 í 26-18 um miðbik hans og unnu að lokum með fimm mörkum, 29-24. Simon Razgor og Blaz Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með fimm mörk hvor. Gamli maðurinn Uros Zorman skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Jerry Tollbring skoraði sex mörk fyrir Svíþjóð sem mætir Póllandi í næsta leik sínum. Í A-riðli vann Frakkland öruggan sigur á Argentínu, 31-24. Frakkar, sem unnu Ólympíugull 2008 og 2012, eru með fullt hús stiga í A-riðli en Argentínumenn eru stigalausir. Luc Abolo skoraði sjö mörk fyrir Frakka sem virka í toppformi. Ólympíumeistararnir voru með lygilega 82% skotnýtingu í leiknum í gær og allir útileikmenn liðsins nema tveir komust á blað. Federico Fernandez var markahæstur í liði Argentínu með átta mörk. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Svíar eru í vondum málum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fimm marka tap, 29-24, fyrir Slóveníu í gær. Svíar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Ríó en silfurliðið frá síðustu Ólympíuleikum er í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvo leikina í B-riðli. Slóvenum gengur hins vegar allt í haginn en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í gær var jafn en Slóvenía leiddi með einu marki, 14-13, að honum loknum. Í seinni hálfleik tóku Slóvenar svo völdin, breyttu stöðunni úr 18-16 í 26-18 um miðbik hans og unnu að lokum með fimm mörkum, 29-24. Simon Razgor og Blaz Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með fimm mörk hvor. Gamli maðurinn Uros Zorman skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Jerry Tollbring skoraði sex mörk fyrir Svíþjóð sem mætir Póllandi í næsta leik sínum. Í A-riðli vann Frakkland öruggan sigur á Argentínu, 31-24. Frakkar, sem unnu Ólympíugull 2008 og 2012, eru með fullt hús stiga í A-riðli en Argentínumenn eru stigalausir. Luc Abolo skoraði sjö mörk fyrir Frakka sem virka í toppformi. Ólympíumeistararnir voru með lygilega 82% skotnýtingu í leiknum í gær og allir útileikmenn liðsins nema tveir komust á blað. Federico Fernandez var markahæstur í liði Argentínu með átta mörk.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira