Agent Fresco á ferð um Evrópu 11. ágúst 2016 10:30 Agent Fresco verður í fyrsta skipti ekki á landinu í kringum Airwaves hátíðina. Mynd/James Lang Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is Airwaves Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is
Airwaves Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira