Van der Vaart elti ástina til Danmerkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 19:30 Estavana Polman og Rafael van der Vaart eru eitt heitasta parið í Hollandi. vísir/getty Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira