Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2016 11:00 Bleikjuveiðin fór afar vel af stað í sumar í Hlíðarvatni og var ásóknin í veiðileyfi mikil alveg fram í lok júní. Það er mjög skrítið að eftirspurnin eftir dögum í Hlíðarvatn verður sáralítil þegar líður á sumarið enda virðist það vera einhver mýta að veiðin á þessum árstíma detti niður. Það er langt frá því að vera rétt. Veiðin í Hlíðarvatni er vissulega misjöfn á milli ára og árstíma en síðsumarið hefur engu að síður oft verið og er iðullega góður tími. Þá er bleikjan að éta eins mikið og kostur er á meðan fæðuframboð er ennþá mikið. Eins þarf hún mikla orku við hrygninguna svo hún getur verið mjög gráðug á flugur veiðimanna á þessum tíma. Það er þess vegna skrítið að það sé til nokkuð af lausum dögum í vatnið. Þeir sem hafa veitt Hlíðarvatn að vori og snemma sumars ættu að prófa vatnið á þessum tíma. Það er mikill munur á því hvernig maður nálgast veiðina og þess vegna er þetta ekkert annað en önnur skemmtileg veiðiáskorun. Bleikjan er feit og vel haldin eftir gott sumar svo betri matfisk er erfitt að fá. Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði
Bleikjuveiðin fór afar vel af stað í sumar í Hlíðarvatni og var ásóknin í veiðileyfi mikil alveg fram í lok júní. Það er mjög skrítið að eftirspurnin eftir dögum í Hlíðarvatn verður sáralítil þegar líður á sumarið enda virðist það vera einhver mýta að veiðin á þessum árstíma detti niður. Það er langt frá því að vera rétt. Veiðin í Hlíðarvatni er vissulega misjöfn á milli ára og árstíma en síðsumarið hefur engu að síður oft verið og er iðullega góður tími. Þá er bleikjan að éta eins mikið og kostur er á meðan fæðuframboð er ennþá mikið. Eins þarf hún mikla orku við hrygninguna svo hún getur verið mjög gráðug á flugur veiðimanna á þessum tíma. Það er þess vegna skrítið að það sé til nokkuð af lausum dögum í vatnið. Þeir sem hafa veitt Hlíðarvatn að vori og snemma sumars ættu að prófa vatnið á þessum tíma. Það er mikill munur á því hvernig maður nálgast veiðina og þess vegna er þetta ekkert annað en önnur skemmtileg veiðiáskorun. Bleikjan er feit og vel haldin eftir gott sumar svo betri matfisk er erfitt að fá.
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði