Veiði

Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Mynd: www.ranga.is
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum á heimasíðu Landssambands veiðifélaga breytir lítið uppröðin aflahæstu ánna á þessu sumri.

Ytri Rangá er sem fyrr aflahæst en vikuveiðin í henni var 411 laxar sem er nokkuð minni veiði en vikurnar á undan en heldur hefur dregið úr göngum í ánna.  Það er engu að síður mikið fiski í henni og nóg eftir af veiðitímanum.  Miðfjarðará heldur öðru sætinu með 3.287 laxa og 282 laxa vikuveiði.  Það hefur lítið breyst á vesturlandi en árnar eru að falla aftur í vatni og takan er erfið eins og hún hefur verið síðustu 2-3 vikurnar.  Þverá og Kjarrá koma best út á vesturlandi með 116 laxa veidda á vikutímanum en heildarveiðin þar er komin í 1.683 laxa sem er um 300 löxum undir meðalveiði áranna 1974-2008 en það á ennþá eftir að veiða í smá tíma í ánni svo hún verður mjög nálægt meðaltalinu á þessu sumri sem er bara mjög ásættanlegt í alla staði.

Árnar sem hafa átt afar erfitt sumar sýna lítinn bata en það er þó ekki alltaf laxleysi að kenna eins og í Laxá í Kjós þar sem nokkuð er af laxi en áin bara búin að vatnslaus í allt sumar.  Árnar sem mynda topp tíu listann yfir aflahæstu árnar eru hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is

Ytri Rangá - 5878

Miðfjarðará - 3287

Eystri Rangá - 2696

Blanda - 2244

Þverá/Kjarrá - 1683

Norðurá - 1171

Haffjarðará - 1114

Langá - 1033

Laxá í Aðaldal - 904

Víðidalsá - 810






×