Keflavík er ekki búið að gefast upp í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Keflavík vann í kvöld á meðan Grindavík missti af stigum á Selfossi.
Grindavík er þó með 38 stig á toppnum eftir 18 leiki en Keflavík er í þriðja sæti með 29. Það þarf því mikið að gerast svo Grindavík og KA fari ekki upp en KA er með 36 stig og á leik til góða.
Leiknir nældi svo í góð stig er það vann sigur á Fram með marki frá Sindra Björnssyni undir lok leiksins.
Úrslit:
Leiknir R.-Fram 2-1
Ólafur Hrannar Kristjánsson, Sindri Björnsson - Orri Gunnarsson.
Selfoss-Grindavík 1-1
Ivan Gutierrez, víti - Alexander Veigar Þórarinsson.
Keflavík-Haukar 1-0
Frans Elvarsson.
Upplýsingar um markaskorara, fotbolti.net.
Staðan í Inkasso-deildinni.
Grindavík missti af stigum á Selfossi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
