Með lokuð augu Hildur Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna. Íslendingar vildu hjálpa – kröfðust þess að hjálpa – og vakti sú viljuga hjálparhönd verðskuldaða athygli víða um heim. En nú er tæpt ár liðið. Önnur mál hafa komist í deigluna og hjálparhöndin var aldrei að fullu veitt. Lífið hélt áfram. Augunum var lokað. „Living is easy with eyes closed,“ sungu Bítlarnir. Réttilega. Því stríðinu lauk aldrei. Hörmungunum lauk aldrei. Enn drukknuðu börn á flóttanum. Enn létust börn í loftárásum sem ekki höfðu tækifæri til að flýja. Og við lokuðum augunum. Agnúuðumst yfir eigin lúxusvandamálum. Fordekruð misstum við svefn yfir smámunum. Umræðan hertekin af málum sem engu skipta. Ekki í stóra samhenginu. En svo fengum við áminningu. Alblóðugt andlit hins kornunga Omran. Hann lifði af loftárásir í Aleppo – en fjöldi annarra barna átti enga von. Þeirra eina von um frið var dvöl handan móðunnar. Við megum ekki loka augunum. Ekki meðan stríðið heldur áfram. Ekki meðan börnin falla enn. Við höfum brugðist og við höldum áfram að bregðast. Við viljum hjálpa en erum máttlaus gagnvart stjórnvöldum sem gera ekki nóg. Við erum auðug þjóð af öllum helstu lífsgæðum – en hvers virði eru auðævin ef við getum ekki hjálpað? Lokum ekki augunum. Við getum gert meira. Við verðum að gera meira. Miklu meira.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna. Íslendingar vildu hjálpa – kröfðust þess að hjálpa – og vakti sú viljuga hjálparhönd verðskuldaða athygli víða um heim. En nú er tæpt ár liðið. Önnur mál hafa komist í deigluna og hjálparhöndin var aldrei að fullu veitt. Lífið hélt áfram. Augunum var lokað. „Living is easy with eyes closed,“ sungu Bítlarnir. Réttilega. Því stríðinu lauk aldrei. Hörmungunum lauk aldrei. Enn drukknuðu börn á flóttanum. Enn létust börn í loftárásum sem ekki höfðu tækifæri til að flýja. Og við lokuðum augunum. Agnúuðumst yfir eigin lúxusvandamálum. Fordekruð misstum við svefn yfir smámunum. Umræðan hertekin af málum sem engu skipta. Ekki í stóra samhenginu. En svo fengum við áminningu. Alblóðugt andlit hins kornunga Omran. Hann lifði af loftárásir í Aleppo – en fjöldi annarra barna átti enga von. Þeirra eina von um frið var dvöl handan móðunnar. Við megum ekki loka augunum. Ekki meðan stríðið heldur áfram. Ekki meðan börnin falla enn. Við höfum brugðist og við höldum áfram að bregðast. Við viljum hjálpa en erum máttlaus gagnvart stjórnvöldum sem gera ekki nóg. Við erum auðug þjóð af öllum helstu lífsgæðum – en hvers virði eru auðævin ef við getum ekki hjálpað? Lokum ekki augunum. Við getum gert meira. Við verðum að gera meira. Miklu meira.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun