Langá komin yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2016 13:33 Ingimar með lax númer 1.000 úr Langá Langá á Mýrum fór yfir 1.000 laxa í morgun í veðri sem seint verður talið gott veiðiveður en á Mýrunum er núna glampandi sól og sumarblíða. Langá er þá er þá áttunda áin sem fer yfir 1.000 laxa en síðastu árnar sem rufu þann múr voru Norðurá og Haffjarðará. Veiðin í Langá hefur verið róleg síðustu daga enda hefur verið brakandi blíða dag eftir dag og skilyrðin erfið eftir því. Í gærkvöldi brá þó svo við að það skall á dimmur dumbungur með rigningu en sú breyting á veðri kveikti rækilega á tökunni og á þremur til fjórum tímum landaði hollið sem var þá við veiðar 17 löxum og missti töluvert. Ein stöngin setti til að mynda í 8 laxa í einum og sama hylnum en landaði ekki nema þremur fiskum. Lax númer 1.000 kom úr veiðistað númer 69 sem heitir Sveðjurennur og það var Ingimar Örn Karlsson flugmaður sem náði þeim laxiá fluguna Kolskegg. Þetta var 61 sm hrygna sem stökk á fluguna. Það er ennþá eftir mánuður af veiði í Langá og miðað við magn af laxi í ánni er ekkert ólíklegt að hún fari í 1.300 - 1.400 laxa en til þess þarf að fá góða rigningu og sem betur fer þá er spáð blautri helgi í lok vikunnar. Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði
Langá á Mýrum fór yfir 1.000 laxa í morgun í veðri sem seint verður talið gott veiðiveður en á Mýrunum er núna glampandi sól og sumarblíða. Langá er þá er þá áttunda áin sem fer yfir 1.000 laxa en síðastu árnar sem rufu þann múr voru Norðurá og Haffjarðará. Veiðin í Langá hefur verið róleg síðustu daga enda hefur verið brakandi blíða dag eftir dag og skilyrðin erfið eftir því. Í gærkvöldi brá þó svo við að það skall á dimmur dumbungur með rigningu en sú breyting á veðri kveikti rækilega á tökunni og á þremur til fjórum tímum landaði hollið sem var þá við veiðar 17 löxum og missti töluvert. Ein stöngin setti til að mynda í 8 laxa í einum og sama hylnum en landaði ekki nema þremur fiskum. Lax númer 1.000 kom úr veiðistað númer 69 sem heitir Sveðjurennur og það var Ingimar Örn Karlsson flugmaður sem náði þeim laxiá fluguna Kolskegg. Þetta var 61 sm hrygna sem stökk á fluguna. Það er ennþá eftir mánuður af veiði í Langá og miðað við magn af laxi í ánni er ekkert ólíklegt að hún fari í 1.300 - 1.400 laxa en til þess þarf að fá góða rigningu og sem betur fer þá er spáð blautri helgi í lok vikunnar.
Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði