Inbee Park stóð uppi sem sigurvegari í golfi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó, en fjórði hringurinn var leikinn í dag.
Inbee hefur spilað gott golf allt mótið, en hún spilaði samtals á sextán höggum undir pari, fimm höggum betur en Lydia Ko.
Suður-Kóreu-stelpan Inbee spilaði hringinn í dag á 66 höggum, en hún spilaði þrjá hringi af fjórum á 66 höggum. Þriðja hringinn spilaði hún á 70 höggum.
Í þriðja sæti varð svo Kínverjinn Shanshan Feng, en hún spilaði samtals á tíu höggum undir pari og var því sex höggum á eftir Inbee.
Flýta þurfti hringnum í dag vegna slæmrar veðurspár sem á að færast yfir Ríó seinni partinn.
Inbee Park tók gullið í golfi
Anton Ingi Leifsson skrifar
