Erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 10:15 "Ég hef gaman af að segja sögur og búa til sögur og geri það óspart í textunum mínum,“ segir Ösp sem er að gefa út eigið efni. Vísir/GVA Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira