Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 34-25 | Meistararnir fengu skell í fyrstu umferð Gabríel Sighvatsson í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum skrifar 10. september 2016 15:30 Lovísa Thompson er einn efnilegasti leikmaður landsins. vísir/ernir Eyjakonur byrja tímabilið í Olís-deild kvenna af krafti en ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti tvöföldum Íslandsmeisturum Gróttu með níu mörkum á heimavelli í fyrstu umferð 34-25. Mikil skörð voru höggvin í bæði lið fyrir þennan leik þar sem miklar breytingar voru á báðum liðum í sumar og var því fróðlegt að sjá þennan leik. Tvöfaldir Íslandsmeistarar Gróttu söknuðu fimm lykilleikmanna frá því á síðasta tímabili. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4 marka forystu eftir 10 mínútu. Gripu þær oft til þess að beita sjö manna sókn sem gestirnir frá Seltjarnarnesi áttu í miklum erfiðleikum með. Aðeins í eitt skipti eftir að Grótta vann boltann tókst þeim að koma boltanum í autt markið hinum megin, þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg tækifæri til þess. Fór svo að Eyjakonur leiddu með sama mun í hálfleik með 15 mörkum gegn 11 gestamegin. Í seinni hálfleik hélt ÍBV áfram í sama gír og bætti bara í ef eitthvað var. Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var ÍBV komið með sjö marka forskot að leikslokum var munurinn heil níu mörk, 34-25. Mest fór munurinn upp í tíu mörk á tíma en Seltirningar náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið. Gróttu-liðið gerði aldrei alvöru atlögu til að jafna eða komast yfir í leiknum og var ekki að sjá að þarna væru ríkjandi Íslandsmeistarar á ferð. Þær eiga greinilega eftir að finna út úr því hvernig þær geta knúið fram sigra án leikmannana sem spiluðu svo stórt hlutverk í leik liðsins. Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir ÍBV en í markinu átti Erla Rós Sigmarsdóttir góðan dag með 15 varin skot af 36, alls 40% markvarsla. Í liði gestanna var Lovísa Thompson var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk en í markinu varði Selma Þóra Jóhannsdóttir ellefu skot af 45 (24% markvarsla. Hrafnhildur: Gátum unnið þennan leik mun stærra„Ég bjóst við mjög spennandi leik, formið okkar var reyndar mun betra en þeirra og þær eiga eftir að verða mikið betri,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. ÍBV beitti oft sjö manna sókn sem bar mjög góðan árangur í leiknum í dag. „Ég var þjálfarinn sem notaði þetta lang mest í fyrra, var mikið með sjöunda manninn. Kári hefur sennilega búist við þessu í dag,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Leikplanið virkaði fullkomlega, við fáum fullt af flottum færum og hefðum getað unnið þetta stærra. Mörg færi fara förgörðum hjá okkur og sigurinn var síst of stór.“ Sandra Erlingsdóttir er ung og upprenandi leikmaður hjá ÍBV og átti hún afbragðs leik í dag. „Ég hef svakalega trú á þessari stelpu, þetta er okkar framtíðar landsliðsmaður, hún er stórkostlegur leikmaður og frábær karakter að auki.“ Aðspurð viðurkenndi Hrafnhildur að þau gætu lent í vandræðum með þunnan hóp. „Við megum ekki við neinum áföllum, ef eitthvað kemur fyrir þurfum við að fá leikmenn á láni frá öðrum félögum,“ sagði Hrafnhildur sem sagðist lítið gefa fyrir spá forráðamanna og fyrirliða. „Ég vissi einhvern veginn að okkur yrði spáð 5. eða 6. sætinu, það er svo sem engin pressa á okkur en það þýðir bara að ég hef meiri trú á mínu liði en hinir.“ sagði Hrafnhildur að lokum. Kári: Vorum undir pari á öllum sviðum í dag„Ég bjóst ekki við að tapa svona stórt, mér fannst við vera undir pari á öllum sviðum í dag og það er margt sem við getum gert mun betur,“ sagði Kári Garðasson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum í dag. „Ég bjóst við þeim í sjö og sex manna sókn og við hendum boltanum nálægt 10 sinnum yfir völlinn og náum ekki að refsa, hefðum við náð því í gegn og nýtt fleiri færi hefði þetta kannski endað öðruvísi.“ sagði Kári. Grótta hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum þar sem margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut. „Við horfum fram á það að yngri leikmenn fá stærri hlutverk, aðrir leikmenn þurfa að stíga upp og hef ég trú á því að þær geri það en jú, margir öflugir leikmenn og karakterar eru farnir.“ Samkvæmt Kára ríkir þá mikil bjartsýni fyrir tímabilið. „Ég er tiltölulega svekktur í augnablikinu en er bjartsýnn fyrir tímabilið og ég held að þetta verði lærdómsríkt og skemmtilegt tímabil,“ sagði Kári sem fagnaði fækkun liða í Olís-deildinni. „Ég hef talað fyrir þessu í töluverðan tíma, þetta þýðir að deildin verður gríðarlega krefjandi í ár, maður gæti verið að skjóta sig í bakið en ég held að þetta sé gott fyrir handboltann.“ sagði Kári að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Eyjakonur byrja tímabilið í Olís-deild kvenna af krafti en ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti tvöföldum Íslandsmeisturum Gróttu með níu mörkum á heimavelli í fyrstu umferð 34-25. Mikil skörð voru höggvin í bæði lið fyrir þennan leik þar sem miklar breytingar voru á báðum liðum í sumar og var því fróðlegt að sjá þennan leik. Tvöfaldir Íslandsmeistarar Gróttu söknuðu fimm lykilleikmanna frá því á síðasta tímabili. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4 marka forystu eftir 10 mínútu. Gripu þær oft til þess að beita sjö manna sókn sem gestirnir frá Seltjarnarnesi áttu í miklum erfiðleikum með. Aðeins í eitt skipti eftir að Grótta vann boltann tókst þeim að koma boltanum í autt markið hinum megin, þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg tækifæri til þess. Fór svo að Eyjakonur leiddu með sama mun í hálfleik með 15 mörkum gegn 11 gestamegin. Í seinni hálfleik hélt ÍBV áfram í sama gír og bætti bara í ef eitthvað var. Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var ÍBV komið með sjö marka forskot að leikslokum var munurinn heil níu mörk, 34-25. Mest fór munurinn upp í tíu mörk á tíma en Seltirningar náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið. Gróttu-liðið gerði aldrei alvöru atlögu til að jafna eða komast yfir í leiknum og var ekki að sjá að þarna væru ríkjandi Íslandsmeistarar á ferð. Þær eiga greinilega eftir að finna út úr því hvernig þær geta knúið fram sigra án leikmannana sem spiluðu svo stórt hlutverk í leik liðsins. Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir ÍBV en í markinu átti Erla Rós Sigmarsdóttir góðan dag með 15 varin skot af 36, alls 40% markvarsla. Í liði gestanna var Lovísa Thompson var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk en í markinu varði Selma Þóra Jóhannsdóttir ellefu skot af 45 (24% markvarsla. Hrafnhildur: Gátum unnið þennan leik mun stærra„Ég bjóst við mjög spennandi leik, formið okkar var reyndar mun betra en þeirra og þær eiga eftir að verða mikið betri,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. ÍBV beitti oft sjö manna sókn sem bar mjög góðan árangur í leiknum í dag. „Ég var þjálfarinn sem notaði þetta lang mest í fyrra, var mikið með sjöunda manninn. Kári hefur sennilega búist við þessu í dag,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Leikplanið virkaði fullkomlega, við fáum fullt af flottum færum og hefðum getað unnið þetta stærra. Mörg færi fara förgörðum hjá okkur og sigurinn var síst of stór.“ Sandra Erlingsdóttir er ung og upprenandi leikmaður hjá ÍBV og átti hún afbragðs leik í dag. „Ég hef svakalega trú á þessari stelpu, þetta er okkar framtíðar landsliðsmaður, hún er stórkostlegur leikmaður og frábær karakter að auki.“ Aðspurð viðurkenndi Hrafnhildur að þau gætu lent í vandræðum með þunnan hóp. „Við megum ekki við neinum áföllum, ef eitthvað kemur fyrir þurfum við að fá leikmenn á láni frá öðrum félögum,“ sagði Hrafnhildur sem sagðist lítið gefa fyrir spá forráðamanna og fyrirliða. „Ég vissi einhvern veginn að okkur yrði spáð 5. eða 6. sætinu, það er svo sem engin pressa á okkur en það þýðir bara að ég hef meiri trú á mínu liði en hinir.“ sagði Hrafnhildur að lokum. Kári: Vorum undir pari á öllum sviðum í dag„Ég bjóst ekki við að tapa svona stórt, mér fannst við vera undir pari á öllum sviðum í dag og það er margt sem við getum gert mun betur,“ sagði Kári Garðasson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum í dag. „Ég bjóst við þeim í sjö og sex manna sókn og við hendum boltanum nálægt 10 sinnum yfir völlinn og náum ekki að refsa, hefðum við náð því í gegn og nýtt fleiri færi hefði þetta kannski endað öðruvísi.“ sagði Kári. Grótta hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum þar sem margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut. „Við horfum fram á það að yngri leikmenn fá stærri hlutverk, aðrir leikmenn þurfa að stíga upp og hef ég trú á því að þær geri það en jú, margir öflugir leikmenn og karakterar eru farnir.“ Samkvæmt Kára ríkir þá mikil bjartsýni fyrir tímabilið. „Ég er tiltölulega svekktur í augnablikinu en er bjartsýnn fyrir tímabilið og ég held að þetta verði lærdómsríkt og skemmtilegt tímabil,“ sagði Kári sem fagnaði fækkun liða í Olís-deildinni. „Ég hef talað fyrir þessu í töluverðan tíma, þetta þýðir að deildin verður gríðarlega krefjandi í ár, maður gæti verið að skjóta sig í bakið en ég held að þetta sé gott fyrir handboltann.“ sagði Kári að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni