Pressa á Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 10:00 Sólveig Lára og hinir fyrirliðarnir í Olís-deild kvenna. vísir/anton Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00