Undan plastfilmunni Hildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Í vikunni eldaði ég spaghetti bolognese. Það er nú almennt ekki í frásögur færandi. En í þetta skipti varð mér brugðið. Þegar hráefnið var komið í pottana sat eftir svo mikið plast að fylla mátti heilan poka. Heilan plastpoka. Árlega framleiðir mannskepnan um 300 milljónir tonna af plasti. Magn sem samsvarar nánast þyngd alls mannkyns. Frá síðari heimsstyrjöld hefur orðið til slíkt ógrynni af plasti að umvefja mætti alla jörðina plastfilmu. Ef fram fer sem horfir mun plastmagn í heiminum vega 30 milljarða tonna við aldarlok. Það hlýtur að teljast ávísun á hörmungar. Reglulega berast fregnir af skaðlegum áhrifum plasts á margvísleg lífríki jarðar. Talið er að yfir 100 þúsund dýr drepist árlega af völdum plastmengunar og fjölmörg svæði á sjó og landi líða nú fyrir plast og annan úrgang. Þessi flennistóru opnu svöðusár ættu að vera okkur áminning um þau skaðlegu áhrif sem græðgi okkar og neysla hefur á jörðina. Þau ættu að vera okkur hvati til batnaðar. Það þarf vitundarvakningu gagnvart skaðlegum áhrifum plasts á lífríki jarðar – þeim skaðlegu áhrifum sem neysluvenjur okkar hafa á lífsgæði komandi kynslóða og annarra dýrategunda. Jörðina eigum við ekki. Við fengum hana að láni. Því sem fæst að láni skal skilað aftur – í heillegu og heilbrigðu ástandi. Það er alkunn regla og almenn kurteisi. Við verðum að gera breytingar. Áður en skilafresturinn rennur út. Áður en við köfnum undan plastfilmunni. Látum af afskiptaleysinu. Gerum betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun
Í vikunni eldaði ég spaghetti bolognese. Það er nú almennt ekki í frásögur færandi. En í þetta skipti varð mér brugðið. Þegar hráefnið var komið í pottana sat eftir svo mikið plast að fylla mátti heilan poka. Heilan plastpoka. Árlega framleiðir mannskepnan um 300 milljónir tonna af plasti. Magn sem samsvarar nánast þyngd alls mannkyns. Frá síðari heimsstyrjöld hefur orðið til slíkt ógrynni af plasti að umvefja mætti alla jörðina plastfilmu. Ef fram fer sem horfir mun plastmagn í heiminum vega 30 milljarða tonna við aldarlok. Það hlýtur að teljast ávísun á hörmungar. Reglulega berast fregnir af skaðlegum áhrifum plasts á margvísleg lífríki jarðar. Talið er að yfir 100 þúsund dýr drepist árlega af völdum plastmengunar og fjölmörg svæði á sjó og landi líða nú fyrir plast og annan úrgang. Þessi flennistóru opnu svöðusár ættu að vera okkur áminning um þau skaðlegu áhrif sem græðgi okkar og neysla hefur á jörðina. Þau ættu að vera okkur hvati til batnaðar. Það þarf vitundarvakningu gagnvart skaðlegum áhrifum plasts á lífríki jarðar – þeim skaðlegu áhrifum sem neysluvenjur okkar hafa á lífsgæði komandi kynslóða og annarra dýrategunda. Jörðina eigum við ekki. Við fengum hana að láni. Því sem fæst að láni skal skilað aftur – í heillegu og heilbrigðu ástandi. Það er alkunn regla og almenn kurteisi. Við verðum að gera breytingar. Áður en skilafresturinn rennur út. Áður en við köfnum undan plastfilmunni. Látum af afskiptaleysinu. Gerum betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun