Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.
Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar.
Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.)
Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan.