Stjarnan komst aftur á beinu brautina í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigri á ÍA eftir að hafa lent 1-0 undir.
Megan Dunningan kom ÍA yfir á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik, en Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna á 47. mínútu.
Katrín Ásbjörnsdóttir kom svo Stjörnunni yfir á 63. mínútu og markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Stjörnunnar í uppbótartíma.
Stjarnan er nú með fimm stiga forskot á Breiðablik sem á þó leik til góða gegn ÍBV sem var frestað í dag vegna veðurs.
ÍA er í vondri stöðu, á botni deildarinnar með átta stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
KR kom sér upp úr fallsæti með sigri á Fylki 3-1. Anna Birna Þorvarðardóttir kom KR yfir af vítapunktinum á 36. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.
Jordan O'Brien kom KR svo í 2-0 á 62. mínútu og O'Brien var aftur á ferðinni á 82. mínútu með öðru marki sínu og þriðja marki KR.
Kristín Erna Sigurlásdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki, sjö mínútum fyrir leikslok og lokatölur 3-1.
KR er því með tólf stig í áttunda sæti, stigi fyrir ofan fallsætin, en Fylkir er í sjöunda sætinu með þrettán stig og er því enn í bullandi fallhættu.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Meira má lesa um leik FH og Selfoss hér.
Stjarnan og KR með mikilvæga sigra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
