Metalica tískuflugan þetta sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2016 12:00 Flugan Metalica Vinsældir flugna sem eru notaðar í laxveiði eru misjafnar en það má engu að síður næstum því ganga að því vísu að árlega komi fram fluga sem allir verði að eiga. Það hafa margar skemmtilegar flugur komið fram síðustu ár sem ná þeim vinsældum að þær eru mikið notaðar og þar af leiðandi gefa þær vel. Ekki skilja þetta sem svo að hvaða fluga sem er geri þetta, þarna þarf að fara saman útlit, litir og hnýting sem liggur í því grundvallar eðli að vera veiðilegt og virka. Nokkrar flugur sem hafa náð miklum vinsældum eru t.d. Sunray Shadow sem er ennþá ein af vinsælustu flugunum við árnar, aðrar eru til dæmis Snælda, Haugur og Krafla og við þennan lista má sjálfssagt bæta mörgum nöfnum eins og líklega þeirri vinsælustu enn þann dag í dag, Rauður og Svartur Frances. Þetta árið er það fluga sem heitir Metalica. Hún varð nokkuð þekkt í fyrra eftir að hver stórlaxinn á fætur öðrum, sérstaklega í Laxá í Aðaldal, féll fyrir þessari flugu og síðan hafa vinsældir hennar aukist mikið. Það fer mörgum sögum af góðri veiði á þessa flugu í sumar og margar veiðibækurnar bera vitni um að flugan hefur verið mikið notuð. Þetta er einföld hnýting til þess að gera og eins og myndin sem fylgir þessari frétt ber með sér er ekki mikið mál að hnýta hana en þeir sem hnýta ekki flugurnar sínar sjálfir ættu að finna þessa flugu í sinni veiðibúð. Hún virðist veiða jafnvel á göngufisk og leginn, já sumar flugur virðast bara virka hluta úr ári, þannig að við getum líklega ekki annað en hvatt ykkur til að eiga eina eða tvær í boxinu og prófa í haust. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Vinsældir flugna sem eru notaðar í laxveiði eru misjafnar en það má engu að síður næstum því ganga að því vísu að árlega komi fram fluga sem allir verði að eiga. Það hafa margar skemmtilegar flugur komið fram síðustu ár sem ná þeim vinsældum að þær eru mikið notaðar og þar af leiðandi gefa þær vel. Ekki skilja þetta sem svo að hvaða fluga sem er geri þetta, þarna þarf að fara saman útlit, litir og hnýting sem liggur í því grundvallar eðli að vera veiðilegt og virka. Nokkrar flugur sem hafa náð miklum vinsældum eru t.d. Sunray Shadow sem er ennþá ein af vinsælustu flugunum við árnar, aðrar eru til dæmis Snælda, Haugur og Krafla og við þennan lista má sjálfssagt bæta mörgum nöfnum eins og líklega þeirri vinsælustu enn þann dag í dag, Rauður og Svartur Frances. Þetta árið er það fluga sem heitir Metalica. Hún varð nokkuð þekkt í fyrra eftir að hver stórlaxinn á fætur öðrum, sérstaklega í Laxá í Aðaldal, féll fyrir þessari flugu og síðan hafa vinsældir hennar aukist mikið. Það fer mörgum sögum af góðri veiði á þessa flugu í sumar og margar veiðibækurnar bera vitni um að flugan hefur verið mikið notuð. Þetta er einföld hnýting til þess að gera og eins og myndin sem fylgir þessari frétt ber með sér er ekki mikið mál að hnýta hana en þeir sem hnýta ekki flugurnar sínar sjálfir ættu að finna þessa flugu í sinni veiðibúð. Hún virðist veiða jafnvel á göngufisk og leginn, já sumar flugur virðast bara virka hluta úr ári, þannig að við getum líklega ekki annað en hvatt ykkur til að eiga eina eða tvær í boxinu og prófa í haust.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði