Berglind og Tumi fögnuðu sigri í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 16:35 Tumi Hrafn fagnar sigrinum en Berglind á teig. mynd/gsí Tumi Hrafn Kúld úr GA og Berglind Björnsdóttir úr GR tryggðu sér sigur á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag í Vestmannaeyjum. Sigur Berglindar var nokkuð öruggur en hún var efst alla þrjá keppnisdagana og sigraði með fjögurra högga mun. Tumi Hrafn og Hrafn Guðlaugsson úr GSE voru jafnir á fimm undir pari eftir 54 holur og fóru þeir í bráðabana um sigurinn á 18. braut. Þar fékk Tumi Hrafn fugl og tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Berglind hefur nú sigrað á fjórum mótum á Eimskipsmótaröðinni. Tumi Hrafn setti niður erfitt pútt á 54. holu fyrir fugli til þess að jafna við Hrafn á lokaholunni og fagnaði hann því pútti gríðarlega - enda var hann í erfiðri stöðu. „Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig í gegnum tíðina, Sissó (Sigurþór Jónsson) fær einnig þakkir líkt og Ingi Fannar Eiríksson frændi minn sem var kylfuberi á síðustu holunni. Þetta er fyrsti sigur minn á Eimskipsmótaröðinni og gefur mér mikið sjálfstraust fyrir næstu verkefni,“ sagði hinn 19 ára gamli Tumi Hrafn en hann hefur dvalið í Bandaríkjunum við æfingar í sumar og var þetta fyrsta mótið hjá honum á þessu tímabili á Íslandi. „Það er frábært að spila hérna í Vestmannaeyjum og þessi völlur er einstakur. Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og völlurinn er í frábæru standi,“ sagði Berglind Björnsdóttir sem á góðar minningar úr Eyjum en hún hefur einu sinni áður sigrað á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. „Spilamennskan hefði mátt vera betri en þetta var frekar einfalt golf sem ég var að leika, gerði ekki mikið af mistökum, en ég hefði viljað fá fleiri pútt ofaní. Það gekk lítið á flötunum sem eru annars mjög góðar,“ sagði Berglind.Lokastaðan í karlaflokki á Nýherjamótinu:1. Tumi Hrafn Kúld, GA (69-67-69) 205 högg -52. Hrafn Guðlaugsson, GSE (72-64-69) 205 högg -5 *Tumi sigraði eftir bráðabana þar sem hann fékk fugl á 18. brautina.3.-4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (68-71-68) 207 högg -33.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (68-66-73) 207 högg -35.-6. Sigurþór Jónsson, GK (73-68-70) 211 högg +15.-6. Henning Darri Þórðarson, GK (67-71-73) 211 högg +17. Theodór Emil Karlsson, GM (75-64-73) 212 högg + 28.-11. Stefán Már Stefánsson, GR (72-71-70) 213 högg +38.-11. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (74-69-70) 213 högg +38.-11. Andri Már Óskarsson, GHR (72-70-71) 213 högg +38.-11. Einar Gunnarsson, GV (68-72-73) 213 högg +3Lokastaðan í kvennaflokki á Nýherjamótinu:1. Berglind Björnsdóttir, GR (73-74-75) 222 högg +122. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (80-75-71) 226 högg +163. Saga Traustadóttir, GR (77-76-78) 231 högg +214. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78 -81-75) 234 högg +245. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (81-74-80) 235 högg +256. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (84-84-75) 243 högg +33Frétt frá Golf.is. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tumi Hrafn Kúld úr GA og Berglind Björnsdóttir úr GR tryggðu sér sigur á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag í Vestmannaeyjum. Sigur Berglindar var nokkuð öruggur en hún var efst alla þrjá keppnisdagana og sigraði með fjögurra högga mun. Tumi Hrafn og Hrafn Guðlaugsson úr GSE voru jafnir á fimm undir pari eftir 54 holur og fóru þeir í bráðabana um sigurinn á 18. braut. Þar fékk Tumi Hrafn fugl og tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Berglind hefur nú sigrað á fjórum mótum á Eimskipsmótaröðinni. Tumi Hrafn setti niður erfitt pútt á 54. holu fyrir fugli til þess að jafna við Hrafn á lokaholunni og fagnaði hann því pútti gríðarlega - enda var hann í erfiðri stöðu. „Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig í gegnum tíðina, Sissó (Sigurþór Jónsson) fær einnig þakkir líkt og Ingi Fannar Eiríksson frændi minn sem var kylfuberi á síðustu holunni. Þetta er fyrsti sigur minn á Eimskipsmótaröðinni og gefur mér mikið sjálfstraust fyrir næstu verkefni,“ sagði hinn 19 ára gamli Tumi Hrafn en hann hefur dvalið í Bandaríkjunum við æfingar í sumar og var þetta fyrsta mótið hjá honum á þessu tímabili á Íslandi. „Það er frábært að spila hérna í Vestmannaeyjum og þessi völlur er einstakur. Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og völlurinn er í frábæru standi,“ sagði Berglind Björnsdóttir sem á góðar minningar úr Eyjum en hún hefur einu sinni áður sigrað á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. „Spilamennskan hefði mátt vera betri en þetta var frekar einfalt golf sem ég var að leika, gerði ekki mikið af mistökum, en ég hefði viljað fá fleiri pútt ofaní. Það gekk lítið á flötunum sem eru annars mjög góðar,“ sagði Berglind.Lokastaðan í karlaflokki á Nýherjamótinu:1. Tumi Hrafn Kúld, GA (69-67-69) 205 högg -52. Hrafn Guðlaugsson, GSE (72-64-69) 205 högg -5 *Tumi sigraði eftir bráðabana þar sem hann fékk fugl á 18. brautina.3.-4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (68-71-68) 207 högg -33.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (68-66-73) 207 högg -35.-6. Sigurþór Jónsson, GK (73-68-70) 211 högg +15.-6. Henning Darri Þórðarson, GK (67-71-73) 211 högg +17. Theodór Emil Karlsson, GM (75-64-73) 212 högg + 28.-11. Stefán Már Stefánsson, GR (72-71-70) 213 högg +38.-11. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (74-69-70) 213 högg +38.-11. Andri Már Óskarsson, GHR (72-70-71) 213 högg +38.-11. Einar Gunnarsson, GV (68-72-73) 213 högg +3Lokastaðan í kvennaflokki á Nýherjamótinu:1. Berglind Björnsdóttir, GR (73-74-75) 222 högg +122. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (80-75-71) 226 högg +163. Saga Traustadóttir, GR (77-76-78) 231 högg +214. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78 -81-75) 234 högg +245. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (81-74-80) 235 högg +256. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (84-84-75) 243 högg +33Frétt frá Golf.is.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira