Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2016 14:00 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Á vesturlandi hafa Laxá í Dölum og Haukadalsá staðið upp úr tökuleysinu sem hefur hrjáð hinar árnar í sumar. Staðan í Laxá í Dölum er góð enda er nóg af laxi í ánni og takan verið ágæt en hún á klárlega eftir að taka góðann kipp þegar og ef það koma vænlegar haustrigningar. Heildartalan kemur til með að detta í 1.000 laxa í þessari viku sem er frábær afli í á sem er aðeins veidd á 4-6 stangir. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar og það er ekkert ósennilegt að það veiðist 300-400 laxar það sem eftir lifir tímabils og það sem gleður veiðimenn er að töluvert er af stórlaxi í ánni og haustin eru klárlega tíminn þar sem stóru hængarnir fara á stjá. Samkvæmt upplýsingum frá leigutakanum Hreggnasa var til að mynda barátta við stórlax á miðvikudaginn sem var áætlaður um 25 pund í Höfðafljóti en sá slapp eftir tvo tíma og korteri betur. Sama dag var tveimur löxum um 20 pund landað í Þegjanda og annar stórlax kom á land í Gíslakvörn. Stærstu laxarnir úr Dölunum í sumar eru 22 punda lax úr Gíslakvörn og 21 punda lax úr Húshyl. Það eru fleiri stórir laxar á sveimi í ánni og við eigum líklega eftir að frá frekari fregnir af viðureignum við þá á næstunni. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði
Á vesturlandi hafa Laxá í Dölum og Haukadalsá staðið upp úr tökuleysinu sem hefur hrjáð hinar árnar í sumar. Staðan í Laxá í Dölum er góð enda er nóg af laxi í ánni og takan verið ágæt en hún á klárlega eftir að taka góðann kipp þegar og ef það koma vænlegar haustrigningar. Heildartalan kemur til með að detta í 1.000 laxa í þessari viku sem er frábær afli í á sem er aðeins veidd á 4-6 stangir. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar og það er ekkert ósennilegt að það veiðist 300-400 laxar það sem eftir lifir tímabils og það sem gleður veiðimenn er að töluvert er af stórlaxi í ánni og haustin eru klárlega tíminn þar sem stóru hængarnir fara á stjá. Samkvæmt upplýsingum frá leigutakanum Hreggnasa var til að mynda barátta við stórlax á miðvikudaginn sem var áætlaður um 25 pund í Höfðafljóti en sá slapp eftir tvo tíma og korteri betur. Sama dag var tveimur löxum um 20 pund landað í Þegjanda og annar stórlax kom á land í Gíslakvörn. Stærstu laxarnir úr Dölunum í sumar eru 22 punda lax úr Gíslakvörn og 21 punda lax úr Húshyl. Það eru fleiri stórir laxar á sveimi í ánni og við eigum líklega eftir að frá frekari fregnir af viðureignum við þá á næstunni.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði