120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2016 11:16 Eðvarð með 120 laxinn sem veiddist á Nessvæðinu í Laxá Stórlaxafréttirnar úr Laxá í Aðaldal eru orðnar æði margar á þessu sumri en það er óliklegt að einhver þeirra toppi þessa. Í gær kom á land lax sem er sá stærsti sem landað hefur verið í allt sumar á landinu öllu og það verður að teljast ótrúlegt ef það er hægt að toppa þetta. Laxinn mældist 120 sm langur sem samkvæmt kvarða setur hann líklega í 16-17 kíló eða um og yfir 35 til 36 pund. Það var Eðvarð Franklín Benediktsson sem veiddi laxinn á veiðistaðnum Óseyri en við höfum því miður ekki upplýsingar um hvaða flugu hann tók. Þetta hefur verið ótrúlegt stórlaxasumar í Laxá í Aðaldal og á öllum svæðum hafa stórir laxar verið að taka flugur veiðimanna næstum því daglega og suma dagana hefur nokkrum 20 punda og stærri verið landað. Það á ennþá eftir að veiða í tæpar þrjár vikur svo það á líklega ennþá eftir að bætast í veiðibókina og meðlimum 20 punda klúbbsins á Nesi á líklega eftir að fjölga eitthvað frekar. Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Allir velkomnir á afmælishátið SVFR í Elliðaárdalnum. Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Stórlaxafréttirnar úr Laxá í Aðaldal eru orðnar æði margar á þessu sumri en það er óliklegt að einhver þeirra toppi þessa. Í gær kom á land lax sem er sá stærsti sem landað hefur verið í allt sumar á landinu öllu og það verður að teljast ótrúlegt ef það er hægt að toppa þetta. Laxinn mældist 120 sm langur sem samkvæmt kvarða setur hann líklega í 16-17 kíló eða um og yfir 35 til 36 pund. Það var Eðvarð Franklín Benediktsson sem veiddi laxinn á veiðistaðnum Óseyri en við höfum því miður ekki upplýsingar um hvaða flugu hann tók. Þetta hefur verið ótrúlegt stórlaxasumar í Laxá í Aðaldal og á öllum svæðum hafa stórir laxar verið að taka flugur veiðimanna næstum því daglega og suma dagana hefur nokkrum 20 punda og stærri verið landað. Það á ennþá eftir að veiða í tæpar þrjár vikur svo það á líklega ennþá eftir að bætast í veiðibókina og meðlimum 20 punda klúbbsins á Nesi á líklega eftir að fjölga eitthvað frekar.
Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Allir velkomnir á afmælishátið SVFR í Elliðaárdalnum. Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði