Keflavík gerði enn eitt jafnteflið í Inkasso-deildinni þegar liðið sótti Hugin heim í kvöld.
Ekkert mark var skorað í leiknum og liðin sættust því á skiptan hlut.
Stigið gerir meira fyrir Seyðfirðinga sem eru komnir upp í 9. sæti deildarinnar. Hugin hefur gengið vel að undanförnu og halað inn 14 stig í síðustu átta leikjum sínum.
Keflvíkingar eru hins vegar í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, níu stigum á eftir toppliði KA og átta stigum á eftir Grindavík sem er í 2. sætinu. Bæði lið geta tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á laugardaginn
Keflavík hefur aðeins tapað þremur leikjum í sumar en níu jafntefli hafa reynst liðinu afar dýrkeypt í toppbaráttunni.
