Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson misstu sæti sín í byrjunarliði Breiðabliks fyrir leikinn gegn ÍBV í Kópavogi í kvöld og gekk orðrómur um að þeir hafi verið settir í agabann.
„Það komu upp ákveðnir hlutir og fyrir vikið byrjuðu ekki ákveðnir menn,“ sagði Arnar Grétarsson um agabannið en hann vildi ekki greina frekar frá því.
Breiðablik átti eitt liða möguleika á að koma í veg fyrir að FH yrði Íslandsmeistari en til þess að það gerðist hefði Breiðablik þurft að vinna þrjá síðustu leiki sína og FH að tapa sínum tveimur síðustu.
Það gerðist ekki því Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli og getur Breiðablik í raun þakkað fyrir stigið miðað við þann fjölda færa sem ÍBV fékk umfram heimamenn.
„Ég held að við megum prísa okkur sæla með eitt stig í þessum leik. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Hvers vegna veit ég ekki.
„Þeir voru miklu gimmari. Þeir unnu fyrsta og annan bolta og vildu þetta miklu meira en við. Það er sorglegt.
„Í seinni hálfleik þá var líf í okkur fyrstu 25 mínúturnar. Þá réðum við gangi leiksins en aftur fjarðaði þetta út og mér fannst þeir líklegri heldur en við. Við vorum heppnir að sleppa bara með stig.
„Ég ætla að vona að hann hafi verið rangstæður. Það væri súrt ef hann væri ekki rangstæður. Það hefði verið gott að geta unnið þegar þú ert lélegur en það hefði ekki verið sanngjarnt í kvöld.
„Við hefðum getað komið okkur í skemmtilega stöðu og haldið mótinu aðeins á lífi en FH er vel að titlinum komnir,“ sagði Arnar og óskaði FH til hamingju.
„Nú er bara baráttan um annað sætið sem heldur áfram. Við þurfum að gera mun betur til að tryggja Evrópusætið, það er ljóst.
Arnar: Komu upp ákveðnir hlutir
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn