Grótta lagði Selfoss 24-23 og Haukar unnu Fylki 21-15 í annarri umferð Olís-deildar kvenna í handbolta.
Selfoss var 15-12 yfir í hálfleik en Íslandsmeistarar Gróttu náðu að merja sigur í lokin.
Laufey Ásta Guðmundsdótir skoraði 8 mörk fyrir Gróttu og Lovísa Thompson 7.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 7 mörk fyrir Selfoss og Perla Ruth Albertsdóttir 6.
Í leik Hauka og Fylkis var lítið skorað í fyrri hálfleik og var Fylkir einu marki yfir 8-7. Haukar voru mun sterkari í seinni hálfleik og lönduðu öðrum sigri sínum í jafn mörgum leikjum.
Mari Ines var markahæst Hauka með 4 mörk líkt og Sigrún Jóhannsdóttir. Þuríður Guðjónsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fylki og Christine Rishaug 4 en Fylkir er án stiga eftir umferðirnar tvær.
Grótta vann sín fyrstu stig | Haukar með fullt hús
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn