Íslensk nútímatónlist í hæfilegum skammti Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 10:15 Haukur Tómasson tónskáld segir að tónskáld læri alltaf mest af því að heyra verk sín flutt. Visir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira